Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Blaðsíða 115
MÚLAÞING
113
þessari námsgrein kann að nýtast þeim nemendum, sem mesta hafa
getuna, varla þeim, sem hafa hana í meðallagi, en alls ekki þeim sem
hafa minnst til hrunns að hera. Slíkt hentar ekki í skylduskóla. Ekki
varð ég þess var að nemendur felldu verð á mér sem kennara fyrir
mistökin.
Þegar námsstjórar komu til sögunnar heimsóttu þeir að jafnaði
skólana einusinni á vetri, og þá sem starfandi voru þar. Þetta var
könnun á því hvernig starfið var innt af höndum. Að heimsókn lokinni
sendu þeir kennurum og skólanefndum skriflega umsögn um hitt og
annað viðvíkjandi kennslu og námi.
Eg leyni því ekki að stundum fékk ég aðfinnslur, einnig viðurkenn-
ingu, ef talið var að ég ætti hana með réttu. I einni slíkri álitsgerð, sem
enn er í mínum höndum, er komist svo að orði meðal annars:
,,Reikningskennslan virðist vera örugg.“ Sé þetta mat rétt hjá náms-
stjóra hlýt ég að hafa lært eitthvað í starfi, minnsta kosti varðandi þessa
fræðigrein. En hvar og hvernig? Ekki var það á kennaranámskeiðum,
því að þau sótti ég ekki að jafnaði. Af námsstjórum? Ekki er að synja
fyrir það. Af mistökum í starfi? Já vissulega. Af nemendum? Margt og
mikið. — Ég tel að kennari minnki sig ekki þó hann geri þessa játningu.
Fáar nýjungar voru á prjónunum í Eiðahreppi á sviði fræðslumála á
árabilinu 1927-1939, hvorki af hálfu skólanefndar né kennara. Lítil
meðmæli myndu það talin nú, þeim til handa er um fræðslumái fjalla.
Skóla lauk í apríllok þetta ár. Þá voraði vel.
Aður en ég hélt heimleiðis fór skólanefndin þess á leit að ég tæki að
mér kennslu barna næsta skólaár. Allt hafði gengið að óskurn um
veturinn. Ég svaraði því tilmælum hennar játandi og hugði gott til
framhaldsstarfs. Ég renndi ekki blint í sjóinn, vissi að hverju ég gekk.
Kennaraævi mín hefði sennilega aðeins orðið 6 mánuðir, ef viðbrögð
Eiðaþinghármanna hefðu verið neikvæð. —
Mér voru greiddar 550,00 krónur fyrir vetrarstarfið. Auk þess hafði
eg frítt húsnæði og fæði, óaðfinnanlegt í alla staði. Mér fannst þetta
agætt. Sá hefur nóg sér nægja lætur.
1 næsta kafla verður reynt að líta nánar yfir sjónarsviðið.
III.
Samskipti við fólkið í sveitinni
Við fyrstu ky nni kom fólkið í Eiðaþinghá mér vel fyrir sjónir, og hefur
heildarmyndin í huga mínum engri breytingu tekið allt til þessa dags.
Múlaþing 8