Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Qupperneq 58
56
MÚLAÞING
menn skrifuðu undir bréf í þeirri röð sem þeir voru í virðingarstiganum,
þá er ljóst að Olafur Jónsson hefur verið í röð virtustu og valdamestu
manna á Islandi þegar bréfið er gert. Enginn Ólafur Jónsson er kunnur
á þessum tíma annar en þóndinn á Bessastöðum í Fljótsdal, sem gæti
verið þarna á ferðinni.
Nú kann einhver að spyrja, hvað kemur þetta við ætt Hákarla-
Bjarna? Er þá til að taka, þar sem er bréf í Islensku fornbréfasafni13
gert á Valþjófsstöðum í Fljótsdal 29. september 1441. Bréfið er
svohljóðandi:
„Ollum mönnum þeim sem þetta bréf sjá eður heyra, senda Þor-
steinn Jónsson, Einar Ólafsson, Steinmóður Bárðarson, Kári Þórólfs-
son prestar, Marteinn Ólafsson og Sigurður Þorvaldsson leikmenn,
kveðju guðs og sína, kunnugt gerandi, að vér yfirlásum í registrum
kirkjunnar í Skálholti máldaga kirkjunnar á Valþjófsstöðum í Fljótsdal
svo látandi orð eftir orð sem hér segir: [Hér kemur máldaginn 1397] Og
til sanninda hér um settum vér fyrrnefndir menn vor innsigli fyrir þetta
bréf, skrifað á Valþjófsstöðum í Fljótsdal in festo beati michaelis
archangeli anno domine MCDXL primo.“
Því birti eg þetta bréf að það gefur ýmsar vísbendingar um stétt og
stöðu þeirra manna sem við það koma. Þeir prestar sem þarna eru
nefndir, eru að nokkru kunnir. Þorsteinn Jónsson var á þessum tíma í
hópi höfuðklerka Skálholtsbiskupsdæmis og officialis. Hann hefur
þarna verið í vísitasíuferð um biskupsdæmið. Einar Ólafsson kemur við
bréf í Skálholti14 um þetta leyti og hefur verið í fylgdarliði Þorsteins.
Steinmóður Bárðarson hefur að líkindum verið Norðlendingur að
uppruna15 og kemur fyrst við bréf um 1430 í Hólabiskupsdæmi, en
fluttist til Suðurlands, varð þar einn af fyrirmönnum kirkjunnar, oft í
embætti officialis, en seinast lengi ábóti í Viðey. Steinmóður hefur eins
og Einar verið í fylgdarliði Þorsteins. Kári Þórólfsson hefur hins vegar
verið prestur austanlands,16 og er ekki ólíklegt að hann hafi á þessum
tíma verið gestgjafi þeirra Skálhyltinga og prestur á Valþjófsstað. Um
leikmennina sem undir bréfið rita er fátt vitað úr heimildum. Þó má
leiða að því rök að Sigurður Þorvaldsson hafi verið bóndi á Eyjólfsstöð-
um á Völlum17 og því í hópi betri bænda á Héraði. Eg tel þess vegna
ekki goðgá að telja Martein Ólafsson líka í hópi stórbænda á Fljótsdals-
héraði og reyndar enn frekar þar eð hann ritar nafn sitt fyrr þeirra
bændanna undir bréfið. Þá má telja, að til að fagna þeim Skálhylting-
um, sem vissulega voru í röð helstu höfðingja landsins, hafi verið helstu