Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Blaðsíða 101
MULAÞING
99
að snúa sér að hinum breytta farvegi fljótsins við örlög Steinbogans.
Eins og eg hef áður getið um mun Jökla, meðan hún rann svona dreift
og að mestu í Lagarfljót, ekki hafa verið mikill farartálmi. Vopnfirðing-
ar, Hlíðarmenn og Tungu- hafa á þeim tíma haft sæmilega samgöngu-
leið til Utmannasveitar á Bakkavaði.
Arið 1965 fór eg austur á gamlar slóðir til að athuga þessi mál nánar,
en gat það ekki nema að sumu leyti. Mig skorti tíma, fé og farartæki, en
átti þó vini sem greiddu fyrir mér.
Ef marka má fornar sögur hefur Selfljót verið mikið vatnsfall eftir
samruna vatnanna, sem ekki er að undra. Skipum á að hafa verið siglt
inn að Arnarbæli fyrir neðan Klúku. Brandkrossa þáttur er að vonum
ekki hátt skrifaður, en þar er getið um tvo bræður sem réðust utan í
Unaósi, og styðst það trúlega við gamlar heimildir. Þetta er ekki
ótrúlegt, en haldið lygi miðað við Selfljót nú til dags. Eftir að Lagarfljót
brýtur sér hinn nýja farveg, fyrnist hin gamla vatnaleið svo orðtök og
örnefni þessu viðvíkjandi verða lítt skiljanleg.
IV.
Nú er mál komið að athuga yfirskrift greinar þessarar, fyrir neðan
Lagarfljót. Eg hef hvergi heyrt þetta orðtak notað eða séð það á prenti
nema í Njálu. Þótt einhvers staðar kynni að hafa verið sagt fyrir neðan
fljót, þá væri það ekki bundið við um heiði til Njarðvíkur. (Isl. fornrit,
Njála, XII, 351.) Hafi Upphéraðsmenn þurft að fara yfir heiði til
Njarðvíkur, færu þeir annaðhvort fyrir ofan Fljótsbotn og út með fljóti
að austan eða út með fljóti að vestan og yfir það á vöðum fyrir utan
Egilsstaði, hafa þá ekkert með Bakkavað að gera.
Við Austfirðingar tölum mikið um „fyrir ofan og neðan“, „innan og
framan“, „niður á við og upp á við“, og svo mætti lengi telja. Við erum
utan þess með alls konar áttamiðanir, sem ekkert eiga skylt við
áttavita.
Strax þegar eg fékk þessa hugmynd um orðtakið fyrir neðan Lagar-
fljót, varð mér ljóst hvernig það hefði myndast. Þegar fljótið vinkilbeyg-
ir til forna við Steinbogann, þá fórum við eftir okkar málvenju fyrir
neðan fljótið, því landinu hallar öllu til sjávar. Eins og áður er sagt
fyrnist yfir þessa málvenju eftir að farvegur fljótsins breytist og verður
með tímanum óskiljanleg, jafnvel þótt menn sitji á hægindastólum í
Reykjavík. En höfundur Njálu hefur vitað betur og setur setninguna inn
sem sjálfsagðan hlut. Nú er það að færast í vöxt að þeir sem skrifa um