Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Side 101

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Side 101
MULAÞING 99 að snúa sér að hinum breytta farvegi fljótsins við örlög Steinbogans. Eins og eg hef áður getið um mun Jökla, meðan hún rann svona dreift og að mestu í Lagarfljót, ekki hafa verið mikill farartálmi. Vopnfirðing- ar, Hlíðarmenn og Tungu- hafa á þeim tíma haft sæmilega samgöngu- leið til Utmannasveitar á Bakkavaði. Arið 1965 fór eg austur á gamlar slóðir til að athuga þessi mál nánar, en gat það ekki nema að sumu leyti. Mig skorti tíma, fé og farartæki, en átti þó vini sem greiddu fyrir mér. Ef marka má fornar sögur hefur Selfljót verið mikið vatnsfall eftir samruna vatnanna, sem ekki er að undra. Skipum á að hafa verið siglt inn að Arnarbæli fyrir neðan Klúku. Brandkrossa þáttur er að vonum ekki hátt skrifaður, en þar er getið um tvo bræður sem réðust utan í Unaósi, og styðst það trúlega við gamlar heimildir. Þetta er ekki ótrúlegt, en haldið lygi miðað við Selfljót nú til dags. Eftir að Lagarfljót brýtur sér hinn nýja farveg, fyrnist hin gamla vatnaleið svo orðtök og örnefni þessu viðvíkjandi verða lítt skiljanleg. IV. Nú er mál komið að athuga yfirskrift greinar þessarar, fyrir neðan Lagarfljót. Eg hef hvergi heyrt þetta orðtak notað eða séð það á prenti nema í Njálu. Þótt einhvers staðar kynni að hafa verið sagt fyrir neðan fljót, þá væri það ekki bundið við um heiði til Njarðvíkur. (Isl. fornrit, Njála, XII, 351.) Hafi Upphéraðsmenn þurft að fara yfir heiði til Njarðvíkur, færu þeir annaðhvort fyrir ofan Fljótsbotn og út með fljóti að austan eða út með fljóti að vestan og yfir það á vöðum fyrir utan Egilsstaði, hafa þá ekkert með Bakkavað að gera. Við Austfirðingar tölum mikið um „fyrir ofan og neðan“, „innan og framan“, „niður á við og upp á við“, og svo mætti lengi telja. Við erum utan þess með alls konar áttamiðanir, sem ekkert eiga skylt við áttavita. Strax þegar eg fékk þessa hugmynd um orðtakið fyrir neðan Lagar- fljót, varð mér ljóst hvernig það hefði myndast. Þegar fljótið vinkilbeyg- ir til forna við Steinbogann, þá fórum við eftir okkar málvenju fyrir neðan fljótið, því landinu hallar öllu til sjávar. Eins og áður er sagt fyrnist yfir þessa málvenju eftir að farvegur fljótsins breytist og verður með tímanum óskiljanleg, jafnvel þótt menn sitji á hægindastólum í Reykjavík. En höfundur Njálu hefur vitað betur og setur setninguna inn sem sjálfsagðan hlut. Nú er það að færast í vöxt að þeir sem skrifa um
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.