Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Blaðsíða 199
MULAÞING
197
mín og sagði mér frá því, að Jón í Fjósatungu hefði þá nýlega byggt fyrir
sig stofu, en svo hefði óhöndulega til tekist, að loftið bæri ekki nema
mjög lítinn þunga, svo hann hefði orðið að setja stoðir undir bitana. Bað
hann mig að ráða sér hvað gera skyldi til þess að styrkja stofuna.
Eg lofaði að eg skyldi líta á stofuna fyrir hann. Og þegar eg kom þar
fáum dögum síðar, sá eg að bitarnir voru allt of grannir. Kálfasperrur
voru á húsinu og þegar eg hefi velt fyrir mér málinu, dettur mér í hug að
eins megi styrkja bitana með því að láta kraftinn koma að ofan, engu
síður en að neðan, með því að tengja bitana við sperrukálfana í stað
þess að setja stoðir undir, sem gerðu stofuna óvistlega.
Eg segi Þorláki að hann skuli fara og kaupa sívala járnteina, eins og
eg tók til. Hann gerir það og eg kem viku síðar og tengi saman sperrur
og bita með járnunum sem hann hafði keypt. Þá gaf loftið sig ekkert,
þótt á það væri látin meiri þungavara en Þorlákur hafði áður ætlað að
láta á það.
Þorlákur var mér nú mjög þakklátur og hafði orð á. En eg sagði
honum að eg haldi, að hér hafi mér dottið annað meira og betra í hug en
að treysta burðarafl lofta í húsum, hér muni einmitt fundin hagfelld
aðferð til þess að búa til brýr. Það dugi eigi að setja skástífur undir
brýr, því að ís og ruðningur rífi þær burt, en með þessari aðferð megi
styrkja brúartrén eins og hér, með því að setja kálfasperrur yfir
brúartrén og binda þau svo upp í sperrurnar. Þarna séum við búnir að
fá brú yfir Skjálfandafljót, sem lengi hafi verið hugsað um.
Minnið er skrýtileg ruslakista, sem margt geymist í án þess menn viti
að það sé til, innan um annað rusl. — Atburður þessi, sem eg hafði ekki
gefið gaum í rúm 20 ár, rifjaðist upp fyrir mér þessa nótt í Kaupmanna-
höfn, þegar eg las bréf síra Sigurðar.
Eg tók blað og rissaði á það fríhendis mynd af brú, líka sperrunum og
bitunum á Stóru-Tjörnum, eða líkt því sem eg hugsaði brú.
Morguninn eftir var hringt dyrabjöllu hjá mér og var þar kominn til að
finna mig Klenz timburmeistari, sá er stóð fyrir bygging hegningarhúss-
ins í Reykjavík. Þegar hann hafði lokið erindi sínu fór hann að tala við
mig um annað. Rak hann þá augun í brúarteikninguna á borðinu hjá
mér og spyr hvað þetta sé. Eg segi honum að eg hafí rissað þetta að
gamni mínu í nótt og dottið í hug að það gæti ef til vilf verið teikning af
brú. Hann biður mig að lána sér hana heim, því að sig langi til að sýna
hana verkfræðing sem hann þekki. Sagði eg að honum væri það
velkomið.
Nokkrum dögum seinna kom Klenz aftur með teikninguna og segir að