Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Blaðsíða 147
MULAÞING
145
nýmjólk á Seyðisfjörð. Um 1960 fór Kaupfélag Héraðsbúa að selja
mjólkurvörur þar.
I sambandi við Seyðisfjarðarviðskipti má nefna útibú Framtíðarinnar
við Lagarfljótsbrú og á Krosshöfða, en áður verður vikið að viðskiptum
á Krosshöfða og Borgarfirði.
Verslunarhöfn var löggilt á Höfðanum 1902, en fyrsti verslunarmaður
sem virðist hafa haft einhvers konar aðstöðu þar, er líklega Þorsteinn
Jónsson, sem vafalaust er Þorsteinn borgari, sá er fyrst stofnaði verslun
á Borgarfirði 1894 og var umsvifamaður í verslun víðar um Austfirði.
Arið 1899 og þó að líkindum eitthvað fyrr er hann farinn að senda vörur
þangað. Umrætt ár varð rekistefna út af mjölpoka úr vörusendingu frá
honum. Sekkirnir höfðu verið bornir upp í sandinn og staílað þar. Þetta
kemur fram í hreppsbók. Arið 1905 er fyrst lagt útsvar á verslun á
Höfðanum, „Verslun Þ. Jónssonar.“ Sömuleiðis 1906 og hefur þá þessi
verslun hæsta útsvarið í hreppnum, 75 kr. Þá hefur verið komin þar föst
aðstaða, líklega geymsluhús. Arið eftir er Þ. Jónsson horfinn af
útsvarsskrá en í staðinn komið útsvar á verslun Framtíðarinnar á
Seyðisfirði þar (90 kr.). Verslunarstjóri Framtíðarinnar á Höfðanum var
Jón Scheving. Arið 1905 er hann sagður til heimilis á Unaósi, en næsta
ár á Oshöfn eins og verslunarstaðurinn nefndist og áður hefur komið
fram. Þar er hann til 1911 (hreppsbók) er íbúðarhúsið brennur og Jón
flyst í Tjarnaland, en verslunin heldur áfram. Arið 1916 bætast „Hinar
sameinuðu íslensku verslanir“ við. Eru þá útibúin orðin tvö og þangað
er síðan flutt timburhús nýráðins verslunarstjóra Sameinuðu verslan-
anna frá Borgarfirði. Hann var Hallgrímur Björnsson, lengi síðan við
verslun á Borgarfirði. Húsið átti hann sjálfur, en var þar aðeins einn
vetur, 1922-23, og húsið stóð autt eftir það fram um 1930, er bóndinn á
Unaósi, Aðalbjörn Magnússon, keypti það, flutti heim í Ós og reisti þar
tneð viðbót sem íbúðarhús.
Höfðinn er dálítil hæð sem gengur fram að Selfljótsósnum og
lendingin var norðan í móti í dálitlum klapparvogi. Höfn er þar svo léleg
sem mest má verða, en samt svolítið afdrep áður en sandfylltist. Árið
1922 hverfur Framtíðin af útsvarsskrá, en Kaupfélag Borgarfjarðar
kemur í staðinn. Það mun hafa hafið vöruflutninga þangað 1920.
Sameinuðu verslanirnar eru síðast með útsvar 1926; þær urðu gjald-
þrota árið eftir. Framtíðin og Sameinuðu verslanirnar voru jafnan með
langhæstu útsvörin í hreppnum, t. d. báðar samanlagt með 1095 kr.
1920.
Eftir 1927 var kaupfélagið eitt um hituna, en hafði þó aldrei fuUgilt
Múlaþing 10