Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Blaðsíða 81

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Blaðsíða 81
MULAÞING 79 VI. Arnbjörg hélt áfram útgerð frá Sigurðarstöðum eftir að hún missti rnann sinn. Um þessar mundir komu fyrstu vélbátarnir til sögu hér á landi. Arnbjörg var meðal þeirra, sem fyrst fóru að huga að útgerð vélbáta á Seyðisfirði. Á árinu 1905 fékk hún tvo smiði til þess að smíða fyrir sig 5-6 smálesta bát. Var bátur þessi fljótt smíðaður, en tæplega svo traustur sem skyldi. Látið var nægja kjölur, stefni, byrðingur, strjál bönd og tvær þóftur, þá var báturinn fullgerður. I bát þennan var sett fjögurra hestafla Möllerupsvél. Þegar sjósókn á bát þessum hafði staðið í eina viku eða svo, kom í ljós hve veikbyggður hann var, svo ekki þótti fært að gera hann lengur út til fiskveiða. Var vélin þá tekin úr honum og hann settur á land upp fyrir pakkhús. Formaður á bátnum í þeim fáu sjóferðum sem hann fór var mikill aflamaður, að nafni Gísli Oddsson, sem hafði verið á Seyðisfirði alllengi árabátsformaður og aflað vel. Hann aflaði einnig mjög vel í þeim fáu róðrum sem hann var á vélbát Arnbjargar. Maður þessi fórst á skútunni Sophia Westley í mannskaða- veðri 7. apríl 1906. Faðir minn og Vigfús Eiríksson keyptu bát þennan af Arnbjörgu í félagi, styrktu hann með því að þétta böndin í honum. Þá var einnig sett í hann þilfar. Þeir settu í hann nýja vél og gerðu hann út sumarið 1906. Báturinn hlaut þá nafnið Einingin og aflaði vel þetta sumar. Vigfús keypti hlut föður míns í bát þessum og gerði hann út í mörg ár. Arnbjörg var ekki af baki dottin með vélbátaútgerðina, þó báglega tækist til með útgerð hennar á Einingunni, en svo nefndist báturinn eftir að hún seldi hann eins og áður er sagt. Árið 1906 eignaðist hún norskan, hekkbyggðan bát, byggðan úr furu, sem var 7-8 smálestir að stærð. Hún lét setja í hann Möllerupsvélina, sem var í fyrri vélbát hennar, en skipti svo um vél á næsta ári, enda hefur bátur þessi gengið lítið með þeirri vél. Þá var sett í hann 12 hestafla, tveggja strokka Danvél. Bát þennan skírði Arnbjörg Ásgeir Sigurðsson. Það er tilgáta mín, að hún hafi gefið bátnum nafn Ásgeirs þess, sem rak verslunina Edinborg í Reykjavík. Sigurður maður Arnbjargar og Ásgeir munu hafa verið skólabræður í Möðruvallaskóla 1880-1882 og sennilega tekist með þeim góður kunningsskapur og e. t. v. einhver viðskipti eftir að Ásgeir fór að versla í Reykjavík 1895 og Sigurður að búa eins og áður segir. Mér þykir því sennilegt, að Ásgeir hafi veitt Arnbjörgu aðstoð í einhverri mynd við kaupin á þessum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.