Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Blaðsíða 145
MÚLAÞING
143
Jökuldælinga á Efradal (innan Gilsár), þá sem áttu verslunarleið yfir
Fljótsdalsheiði upp frá Bessastöðum í Fljótsdal.
Fyrstu tvær tilraunirnar strönduðu á aðflutningsvandamálinu fyrst og
fremst og örðugleikum við ósinn. Kolaflutningur fyrir gufubát á fljótinu
hefðu verið mögulegir ef fyrirætlanir um verslunarhöfn við ósinn og
bátsferðir þaðan hefðu reynst framkvæmanlegar, en ofviða að flytja kol
á klyfjahestum yfir Fjarðarheiði. Það var því samgönguvandamálið við
trygga höfn sem þurfti að leysa áður en flutningar á fljótinu — með
gufubát — gætu hafist. Yerður því aðeins vikið að Fagradalsveginum á
undan bátssögunni.
Séra Magnús Blöndal kveðst hafa átt fyrstur manna hugmynd að vegi
yfir Fagradal og verslunarsambandi við Reyðarfjörð og sett hana fram á
almennum fundi á Völlum sumarið 1893 að aflokinni skoðunarferð yfir
dalinn og til Reyðarfjarðar. A Alþingi þetta sumar voru vegalög
samþykkt. Þá voru hestvagnar komnir í sjónmál sem flutningatæki á
leiðum um byggðir og á milli byggða þar sem best hagaði til og í
lögunum voru tekin mið af því. I þeim var gert ráð fyrir tvenns konar
vegum sem landssjóður stæði straum af, flutningabrautum og fjallveg-
um, og einstakar leiðir teknar í lögin, þar á meðal leiðin ,,frá Búðareyri
við Reyðarfjörð um Fagradal til Lagarfljóts,“ og var hún eina leiðin á
Austurlandi í þessum flokki. Aftur á móti var talin til fjallvega leiðin
milli Skjöldólfsstaða og Reykjahlíðar og að vísu gert ráð fyrir fjárfram-
lögum til lagfæringa á slíkum vegum. Flutningabrautir skyldu færar
hlöðnum vögnum á sumrin en fjallvegir reiðfærir. Lögin voru staðfest af
konungi 1894.
Mörg verkefni í flutningabrautum gengu fyrir Fagradalsbraut og
tíminn leið við klyfjaflutninga milli Héraðs og fjarða, aðallega um
Fjarðarheiði og Vestdalsheiði til Seyðisfjarðar. Það var ekki fyrr en
1902 að fyrsta fjárveiting fékkst í veginn, en áður höfðu staðið harðar
deilur manna á milli og í blöðum (Austra og Bjarka á Seyðisfirði) um
þennan fyrirhugaða veg sem skyldi tengja Hérað við höfn. Sumir vildu
breyta lögunum frá 1893 og leggja hann til Seyðisfjarðar yfir Fjarðar-
heiði. Um þessar deilur og allan aðdraganda vegargerðarinnar mætti
skrifa langt mál, en þar sem það er á ská við aðalefnið hér verður því
sleppt. Svo fór sem kunnugt er að Fagridalur varð fyrir valinu og byrjað
var á akvegargjörð frá Reyðarfirði sumarið 1903. Vegargerðinni lauk við
Lagarfljót niður af Egilsstaðabæ haustið 1909, en fyrr voru orðin
veruleg not af veginum. Fyrstu stórflutningar yfir Fagradal frá Reyðar-
firði voru á efninu í Lagarfljótsbrúna, í tveim áföngum aðallega veturna