Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Blaðsíða 9

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Blaðsíða 9
MÚLAÞING 7 fylgja bæði löng og stutt hlé, m.a. þriggja mánaða sumarfrí hjá óbreyttum kennurum (mér meðan ég fékkst við kennslu) en hjá skólastjórum (Sigurði) ódrýgist það jafnan. Við höfum víst aldrei markað ritinu ná- kvæma stefnu á sviði þess og engar „lang- tímaáætlanir'1, eins og nú eru í tísku, gert því. Hins vegar höfum við seilst heldur eftir vænlegu efni sem við höfðum vitn- eskju um í það og það skiptið og beðið menn með árangri og engum að skrifa í það eitthvað gott. Höpp og glöpp hafa ráðið efni fyrst og fremst, og vissulega höfum við orðið fyrir mörgum höppum. Byggðarsaga er víst minni í sniðum en landssaga, en að öðru leyti er hún sama eðlis, jafnfjölþætt og margvísleg, en samt á þrengra sviði að því leyti sem landshluti er minni en land. Þegar litið er á efni Múla- þings í heild kemur í ljós að það er þó nokkuð margvíslegt. Það er frá öllum öld- um byggðartíma og snertir eitthvað flesta þætti byggðarsögu. 1 fljótgerðu yfirliti sem ég hef sett saman, en er ekki nógu vel gert til að birta það, eru um 25 efnisflokkar, suinir ólíkir innbyrðis en aðrir keimlíkir, skarast og brýnast með ýmsu móti. Flestir eru persónusögulegir þættir, ævisögu- ágrip, minningar um fólk, sumir ritaðir eftir minni, aðrir eftir heimildum. Þessir þættir eru 37 alls en auk þess margir aðrir með ívafi persónusögu. Ferðasögur eru 12, en skyldar þeim eru sumar slysasögur (slys í ferðalögum) um 5 að tölu. Kaflar úr sögu Múlaþings (héraðssögur) teljast 7 (Héraðs- völd og Brauðamat í 4. hefti, Ómagaskip- un, Lestrarkunnátta, eyðibýlaskrá og sýslulýsing í 5. hefti og Þrír merkir Aust- firðingar í 10. hefti). Tvær eru byggðarsög- ur einstakra jarða, Krossavíkur í 1. hefti og Eiríksstaða í 6. hefti. f þennan flokk kem- ur fleira, m.a. rækileg úttekt á störfum og lífsbjargarúrræðum í byggðarhverfinu Firði í Mjóafirði á 19. og 20. öld í 10. hefti. Greinin um „ísarns meið“ (járnvinnslu) í 10. hefti er einnig bundin vissu tímabili í sögu Eiða. Samgöngur eru aðalefni 8 greina í 1.-5. hefti. Aftur á móti tengjast aðeins 2 greinar sjávarútvegi, Undir þung- um árum í 1. hefti og að nokkru leyti greinin Aldamótahátíð í Mjóafirði í 2. hefti. Atvinnu- og samfélagssögu ætti að sinna mun meira en gert hefur verið til þessa. T.d. er ekki skammlaust að komin skulu vera 10 hefti af byggðarsöguriti án þess að sé nema rétt nartað í þann þróunarferil sem skapaði lífsrými öllu því fólki sem byggt hefur þorp og kaupstaði við sjávar- síðu á Austurlandi frá því um 1880 er veiðigráðugir Norðmenn komu til Aust- fjarða á flota og veittu Austfirðingum öfl- uga þróunaraðstoð í sjávarútvegi — og lærðu auk þess að éta saltað kindakjöt, sem bjargaði íslenskum sauðfjárbúskap langa hrfð (saltkjötssalan til Noregs). Frá- sagnir af minnisstæðum atvikum í lífi manna eru 14 í þessum 10 heftum og auðvitað allar frá 19. og 20. öld. í rauninni eru þær fleiri því að víða fléttast þær inn í greinar um önnur efni. Þetta er sennilega vinsælasti efnisþátturinn, enda sá sem er í nánastri snertingu við hinn daglega veru- leika í lífi fólks. Kirkjumálagreinar eru 9, m.a. kirkjusögur síra Ágústs í 8., 9. og 10. hefti. Samantektir um einstaka staði eru nokkrar, m.a. um Skrúðinn í 3. hefti og Njarðvíkurskriður í 6. hefti. Þjóðsögur eru held ég 5, smásögur 2 og kvæði um 40, smáklausur af ýmsu tagi víðs vegar í heft- unum og greinar um safnamál á Austur- landi 4 í þrem síðustu heftunum. Skóla- og fræðslusögur eru frá Vopnafirði í 2. og 3. hefti, Djúpavogi í 4. hefti og Seyðisfirði í 9. hefti. Þýðing eftir Daníel Bruun ein og hefur kveikt umræður og fornminjaleit við Jöklu ofan við Hrafnkelsdal. Nú tími ég ekki að eyða meira rúmi í ófullkomið yfir- lit, en efnisskrá og nafnaskrá yfir 10 fyrstu heftin þyrfti endilega að taka saman, hvað svo sem úr því verður. Að síðustu ætla ég að minnast á örfá atriði sem varða ritið og þar af eitt eða tvö sem ég hef jafnan verið mjög óánægður með.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.