Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Page 87
MÚLAÞING
85
ingi. Hann mun þó hafa með réttu talið að honum bæri ekki skylda til
þess að leyfa frekari málflutning, hvað þá heldur að fella einhvem dóm
eða úrskurð. Hann lagði því til að frekari umfjöllun yrði látin niður falla
og urðu engin mótmæli gegn því, og sýslumaður gat slitið þinginu og
varpaði öndinni léttar. Sannleikurinn var sá að ég var alls óvanur því að
stjóma eða taka þátt í málsmeðferð á mannfundum. Þótt ég hefði ýmsu
kynnst á skólaferli mínum þá var sjómennska og fiskveiðar það sem ég
kunni helst. Ég þóttist því hólpinn að verða mér ekki til skammar vegna
þessarar uppákomu.
Þetta var 11. júlí. Hrafn Sveinbjarnarson frá Hallormsstað hafði verið
bílstjóri okkar, en hélt nú niður á Hérað og með honum fór unnustan til
Egilsstaða, en þar gisti hún hjá Einari Stefánssyni og Sigríði Vilhjálms-
dóttur, föðursystur minni, en þau bjuggu í spítalanum á Egilsstöðum
sem þá var í byggingu. Ég hygg að ég og Pálarnir höfum gist að Skjöld-
ólfsstöðum. Þó má vera að við höfum farið um kvöldið að Möðrudal og
fengið þar gistingu. En ég minnist þess að í Möðrudal vorum við staddir
um hádegisbil daginn eftir á leið okkar í Vopnafjörð. Ég dáðist að ró-
lyndi og góðum taugum Páls Zóphóníassonar, því hann lagðist á lækjar-
bakkann stutt frá bæjarhúsum og steinsofnaði í sólskininu með húfuna
yfir andlitinu. Lækjarniðurinn var Ijúft undirspil við hrotur Páls. Nokkru
síðar um daginn var ég sjónarvottur að því að geltur var foli á túninu í
Möðrudal. Þótti mér vinnubrögð öll fagleg og örugg, en ekki leist mér
samt á aðfarimar, þótt auðvitað væri hér staðið að verki á hefðbundinn
hátt og raunar varð mér ekkert um þetta, enda frá bamæsku vanur slátr-
un búpenings og alls konar verkun á fiski. í Möðrudal nutum við gest-
risni hins fræga manns Jóns Stefánssonar bónda þar. Ég minnist margra
skemmtilegra stunda með þessum sérstæða manni. Hann var mikill
vaskleikamaður og gengu sögur um fræknleik hans í ferðum um ó-
byggðir og öræfi.
Skjöldur vinur minn Eiríksson frá Skjöldólfsstöðum sagði mér smá-
sögu af Jóni í Möðrudal. Skjöldur segist hafa þessa frásögn eftir Gunnari
Gunnarssyni skáldi.
Gunnar Gunnarsson hafði eignast heiðarbýli er nefnist Arnarvatn.
Ekki fjarri býli þessu er fjall er Súglendur heitir og er það inn af Vestur-
árdal.
Eitt sinn er þeir hittust, Gunnar og Jón í Möðrudal, þá sagðist Gunnar
hafa sagt við Jón að sér fyndist hann eiga þetta fjalllendi því það væri
svo nálægt sínu landi. Jón svaraði því til að Möðrudalur ætti þetta.
Síðan gekk hann fram og aftur nokkra stund. Hann nam allt í einu