Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Blaðsíða 98
96
MULAÞING
Þau Ingveldur og Grímur áttu tvö böm, Elísabetu sem dó ógift og bam-
laus og Grím sem var fæddur 1789, sama árið og faðir hans dó.
Grímur Grímsson, sem seinna gekk undir nafninu Álfagrímur, var
framúrskarandi bráðþroska og efnilegur ungur maður og með fríðari
mönnum að áliti og mátti til þess rekja þá óskaplega miklu kvenhylli er
hann hafði frá upphafi vega. Hann var aðeins 16 ára þegar hann átti
fyrsta lausaleiksbamið með Ólöfu Sigurðardóttur frá Breiðumýri, en hún
varð síðar kona Eiríks Bjömssonar bónda á Löndum í Stöðvarfirði. Það
var Jósep og hann ólst upp með móður sinni þar í fjörðum og einhver
ætt mun vera frá honum þar um slóðir. Um þetta leyti var Grímur gjama
kallaður Kvennagrímur. Hann var þá hjá stjúpa sínum og móður sinni í
Leiðarhöfn.
Ungur að árum gerðist Grímur smiður mikill, einkum skipasmiður og
varð snemma afburða sjósóknari og hafnsögumaður þegar á unga aldri.
En nú greinir þjóðsagan frá því að Grímur hefði ekki aðeins kvenhylli í
mannheimum, heldur lfka í álfheimum. Sagan segir að um tvítugsaldur
hafi Grímur gerst einrænn og verið langar stundir að heiman svo enginn
vissi hvar hann dvaldi, en álfatrú var þá mikil og almenn og þóttust
menn vissir um að Grímur dveldist hjá álfum. Klettabjörg mikil eru við
sjó fyrir utan Leiðarhöfn og talið að þar væri álfabyggð. Um þetta leyti
gerist Grímur afburða söngmaður svo athygli vakti og var rómað vítt um
byggðir. Þegar þessi huldumannsháttur Gríms hafði staðið nokkum
tíma, varð skyndilega breyting þar á og Grímur tók upp fyrri háttu sína.
Síðar þegar hinn mikli og að því er virðist ósjálfráði hórdómur Gríms
kom til sögu, spann þjóðtrúin þann söguþráð, að Grímur hefði verið með
álfum og lært þar að syngja og að álfkona hefði heillað hann og viljað
eiga. Hann hefði hinsvegar hafnað því og þá hefði álfkonan í bræði sinni
lagt það á hann að hann skyldi engri konu una til lengdar í hjónabandi.
Grímur Grímsson tók við búi í Leiðarhöfn þegar hann hafði aldur til
eða tiltölulega ungur og gerðist mektarbóndi einkum af sjósókn sinni,
sem ætíð var mikil og stunduð af dugnaði. Hann giftist um það leyti á-
gætri konu, Guðlaugu Jakobsdóttur frá Norður-Skálanesi. Jakob faðir
hennar var skáld og hafði viðurnefnið “söguskrifari” og fékk þau eftir-
mæli að hann hefði verið “skemmtun Vopnafjarðar”. Hann var sonur
séra Sigurðar Ketilssonar á Skeggjastöðum á Strönd, sem var af ætt séra
Ólafs sálmaskálds á Sauðanesi. Þau Guðlaug og Grímur áttu ekki böm,
enda hófst nú brátt hórdómsferill Gríms, því árið 1815 átti hann bam
með Dómhildi Ögmundsdóttur frá Fagradal, hét Grímhildur, og 1817
áttu þau annað barn, en það dó nýfætt. Um líkt leyti átti Grímur bam