Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Page 102
100
MÚLAÞING
sonar frá Staffelli í Fellum. Höfðu kynni þeirra orðið er Sigurður réðst
vinnumaður að Ekkjufelli 1839, og trúlofuðust þau og áttu sitt fyrsta
barn, dreng 3. febr. 1840, og var sá skírður Þorsteinn, en hann lifði að-
eins fimm vikur. Sama vor fór Sigurður vinnumaður að Bessastöðum, en
Kristrún fór þá til Jökuldals í hópi fólks sem leitaði sér vistar, og fór hún
að Brú til foreldra Sigurðar. Er Sigurður kom heim vorið 1842 fóru þau
að huga að jarðnæði þar í grennd.
Ekki var á lausu jarðnæði í lágsveit, og varð því að leita annarra úr-
ræða. Kunnugt er um eyðibýli í landi Brúar sem hljóta að hafa komið til-
greina, en eftir skoðunarferð um Heiðina hefur þeim hjónaleysum fundist
fagurt við Sænautavatnið er loftið ómaði af fuglasöng og álftir höfðu
dyngjur sínar um tjarnir og flóa, annars hefðu þau trúlega byggt bæ sinn í
landi Brúar í stað Hákonarstaða. Þá hafa þau og talið gott undir bú við
vatnið, hagar góðir allt um kring og heyskapur vænlegur í flóum í grennd
og stutt að sækja, varla meira en 30-40 mín. með heybandshesta. Þá mun
veiðin í vatninu hafa haft áhrif á staðarvalið, og þess vegna hefur bærinn
verið byggður við vatnið til að hægara væri að stunda hana. Einnig mun
þeim hafa dottið í hug að e.t.v. mætti hafa einhvern stuðning af nýbýla-
lögum þeim sem sett voru 1776, sem þó líklega urðu engum að gagni.
Um hvemig stendur á þessu svipmikla nafni á vatninu eru nánast eng-
ar heimildir finnanlegar, en kallað er það á dönsku Sainingjavand í
sýslulýsingu frá 1745. Líklegt er að fyrr hafi verið sel eða veiðihús við
vatnið, og um það vitnar örnefnið Skálalækur sem rennur úr samnefnd-
um flóa, þ.e. Skálaflóa, í vatnið austanvert sunnan Bjallkolluhrauns.
Heitir þar Skálavík. Hefur sjálfsagt komið af sjálfu sér að bærinn tæki
nafn af vatninu og héti Sænautasel, en er frá leið styttist nafnið manna á
meðal í Sel, og mun býlið oftast hafa verið kallað svo. Mun ég halda
þeim sið hér, eftir því sem tilefni gefst.
Þau Sigurður og Kristrún giftu sig í Brúarkirkju haustið 1843, hinn 25.
september, og hafa þau þá verið búin að innsigla hjónabandið með
byggingu býlisins um sumarið. Þá hygg ég að Sigfús Finnsson Hofteigs-
prestur skrifi í fyrsta sinn nafnið Sænautasel í kirkjubókina. Ekki er rétt
að þau hafi gengið í hjónaband 1841 eins og segir í sögu Jökuldalsheiðar
e. Halldór Stefánsson.
Árið eftir að byggð hófst í Seli, þ.e. 1844, hófst byggð á Rangalóni við
norðurenda Sænautavatns, er þangað komu hjónin Þorgerður Bjarnadótt-
ir frá Staffelli og Pétur Guðmundsson frá Bessastöðum, en Þorgerður
var systir Kristrúnar í Sænautaseli. Hún átti eftir að vera húsfreyja á
Lóni í 31 ár.