Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Síða 102

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Síða 102
100 MÚLAÞING sonar frá Staffelli í Fellum. Höfðu kynni þeirra orðið er Sigurður réðst vinnumaður að Ekkjufelli 1839, og trúlofuðust þau og áttu sitt fyrsta barn, dreng 3. febr. 1840, og var sá skírður Þorsteinn, en hann lifði að- eins fimm vikur. Sama vor fór Sigurður vinnumaður að Bessastöðum, en Kristrún fór þá til Jökuldals í hópi fólks sem leitaði sér vistar, og fór hún að Brú til foreldra Sigurðar. Er Sigurður kom heim vorið 1842 fóru þau að huga að jarðnæði þar í grennd. Ekki var á lausu jarðnæði í lágsveit, og varð því að leita annarra úr- ræða. Kunnugt er um eyðibýli í landi Brúar sem hljóta að hafa komið til- greina, en eftir skoðunarferð um Heiðina hefur þeim hjónaleysum fundist fagurt við Sænautavatnið er loftið ómaði af fuglasöng og álftir höfðu dyngjur sínar um tjarnir og flóa, annars hefðu þau trúlega byggt bæ sinn í landi Brúar í stað Hákonarstaða. Þá hafa þau og talið gott undir bú við vatnið, hagar góðir allt um kring og heyskapur vænlegur í flóum í grennd og stutt að sækja, varla meira en 30-40 mín. með heybandshesta. Þá mun veiðin í vatninu hafa haft áhrif á staðarvalið, og þess vegna hefur bærinn verið byggður við vatnið til að hægara væri að stunda hana. Einnig mun þeim hafa dottið í hug að e.t.v. mætti hafa einhvern stuðning af nýbýla- lögum þeim sem sett voru 1776, sem þó líklega urðu engum að gagni. Um hvemig stendur á þessu svipmikla nafni á vatninu eru nánast eng- ar heimildir finnanlegar, en kallað er það á dönsku Sainingjavand í sýslulýsingu frá 1745. Líklegt er að fyrr hafi verið sel eða veiðihús við vatnið, og um það vitnar örnefnið Skálalækur sem rennur úr samnefnd- um flóa, þ.e. Skálaflóa, í vatnið austanvert sunnan Bjallkolluhrauns. Heitir þar Skálavík. Hefur sjálfsagt komið af sjálfu sér að bærinn tæki nafn af vatninu og héti Sænautasel, en er frá leið styttist nafnið manna á meðal í Sel, og mun býlið oftast hafa verið kallað svo. Mun ég halda þeim sið hér, eftir því sem tilefni gefst. Þau Sigurður og Kristrún giftu sig í Brúarkirkju haustið 1843, hinn 25. september, og hafa þau þá verið búin að innsigla hjónabandið með byggingu býlisins um sumarið. Þá hygg ég að Sigfús Finnsson Hofteigs- prestur skrifi í fyrsta sinn nafnið Sænautasel í kirkjubókina. Ekki er rétt að þau hafi gengið í hjónaband 1841 eins og segir í sögu Jökuldalsheiðar e. Halldór Stefánsson. Árið eftir að byggð hófst í Seli, þ.e. 1844, hófst byggð á Rangalóni við norðurenda Sænautavatns, er þangað komu hjónin Þorgerður Bjarnadótt- ir frá Staffelli og Pétur Guðmundsson frá Bessastöðum, en Þorgerður var systir Kristrúnar í Sænautaseli. Hún átti eftir að vera húsfreyja á Lóni í 31 ár.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.