Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Page 108

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Page 108
106 MULAÞING mörkum háð og alls ekki sá allsnægtaakur sem heyrst hefur að sumir áliti að verið hafi, og á þessum tíma þurfti yfirleitt að styðjast við afurðir búfjár í þessum smáu þorpum. Að því kom að Guðmundur fór að hugleiða kaup á jörðinni, og líklegt er að móðir hans hafi verið því hlynnt. Hún hafði nú langan vinnukonu- feril að baki og taldi að betra væri að búa á eigin jörð þó efni væru lítil, heldur en að vera alla tíð í fjötrum vinnumennskunnar. Byggðarsaga Jökulsdalsheiðarinnar, sem og annarra harðbýlla sveita, sýnir líka að þetta var almenn skoðun; allir sem áttu þess kost að búa sjálfir völdu þann kost frekar en vinnufólksstöðu á heimilunum. Eigendur Sæ- nautasels voru þá börn Stefáns og Sesselju, sem áður bjuggu þar, og ekki leið á löngu þar til gert var út um kaupin. A haustum er Guðmundur bóndi þurfti að fara af bæ, einkum ef um lengri leiðir var að ræða, til dæmis með fjárrekstra til Vopnafjarðar, dvöldu nágrannabörn stundum hjá Petru á meðan, til að hún væri ekki einsömul. Fregnað hef ég að lítil stúlka frá Rangalóni, Jóna Þórdís, en hún var dóttir þeirra Haraldar Sigurðssonar og Aðalbjargar Hallgríms- dóttur (þau hjón bæði þingeysk) hafi oft dvalið hjá gömlu konunni er Guðmundur fór af bæ, og hafði allatíð verið kunningsskapur með þessu fólki og búendum í Seli, og höfðu fyrrverandi búendur þar, þau Guð- mundur Þorláksson og Guðný verið skírnarvottar barna þeirra. Jóna Þór- dís varð síðar kona Brynjólfs Sveinssonar menntaskólakennara á Akur- eyri. Þau Haraldur og Aðalbjörg bjuggu víða í Heiðinni, s.s. að Vetur- húsum og Háreksstöðum, og áður í Merki á Dal. Hinn 20. febrúar 1912 gengu í hjónaband Guðmundur Guðmundsson bóndi, 29 ára, og Jónína Sigríður Guðnadóttir, 24 ára frá Grunnavatni. Hún var f. 12/8 1887, dóttir Guðna Arnbjörnssonar og Signýjar Jóns- dóttur konu hans, en þau höfðu flutt í Grunnavatn vorið 1905 frá Kleif í Fljótsdal. Þau hjón voru bæði ættuð úr Fljótsdal. Þau Guðmundur og Jónína eignuðust einn son, Pétur sem fæddur var 13/4 1912. Ekki urðu börn þeirra fleiri. Jónína var ekki heilsuhraust. Hafði hún fengið slæma hitasótt þegar hún var unglingur og bjó síðan að því. (Heilahimnubólga). Auk þess var hún nýmasjúklingur og þurfti oft að leita læknis vegna þess. Foks var það skömmu eftir nýár 1927 að hún fór á fund læknis að Brekku í Fljóts- dal og lagðist inn hjá honum. Lá hún þar lengi vetrar uns hún andaðist um vorið, hinn 24. apríl 1927. Guðmundur bóndi bjó með ráðskonu næsta ár, Guðbjörgu Olafsdóttur sem lengi hafði verið á Dalnum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.