Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Síða 108
106
MULAÞING
mörkum háð og alls ekki sá allsnægtaakur sem heyrst hefur að sumir
áliti að verið hafi, og á þessum tíma þurfti yfirleitt að styðjast við afurðir
búfjár í þessum smáu þorpum.
Að því kom að Guðmundur fór að hugleiða kaup á jörðinni, og líklegt
er að móðir hans hafi verið því hlynnt. Hún hafði nú langan vinnukonu-
feril að baki og taldi að betra væri að búa á eigin jörð þó efni væru lítil,
heldur en að vera alla tíð í fjötrum vinnumennskunnar. Byggðarsaga
Jökulsdalsheiðarinnar, sem og annarra harðbýlla sveita, sýnir líka að
þetta var almenn skoðun; allir sem áttu þess kost að búa sjálfir völdu
þann kost frekar en vinnufólksstöðu á heimilunum. Eigendur Sæ-
nautasels voru þá börn Stefáns og Sesselju, sem áður bjuggu þar, og
ekki leið á löngu þar til gert var út um kaupin.
A haustum er Guðmundur bóndi þurfti að fara af bæ, einkum ef um
lengri leiðir var að ræða, til dæmis með fjárrekstra til Vopnafjarðar,
dvöldu nágrannabörn stundum hjá Petru á meðan, til að hún væri ekki
einsömul. Fregnað hef ég að lítil stúlka frá Rangalóni, Jóna Þórdís, en
hún var dóttir þeirra Haraldar Sigurðssonar og Aðalbjargar Hallgríms-
dóttur (þau hjón bæði þingeysk) hafi oft dvalið hjá gömlu konunni er
Guðmundur fór af bæ, og hafði allatíð verið kunningsskapur með þessu
fólki og búendum í Seli, og höfðu fyrrverandi búendur þar, þau Guð-
mundur Þorláksson og Guðný verið skírnarvottar barna þeirra. Jóna Þór-
dís varð síðar kona Brynjólfs Sveinssonar menntaskólakennara á Akur-
eyri. Þau Haraldur og Aðalbjörg bjuggu víða í Heiðinni, s.s. að Vetur-
húsum og Háreksstöðum, og áður í Merki á Dal.
Hinn 20. febrúar 1912 gengu í hjónaband Guðmundur Guðmundsson
bóndi, 29 ára, og Jónína Sigríður Guðnadóttir, 24 ára frá Grunnavatni.
Hún var f. 12/8 1887, dóttir Guðna Arnbjörnssonar og Signýjar Jóns-
dóttur konu hans, en þau höfðu flutt í Grunnavatn vorið 1905 frá Kleif í
Fljótsdal. Þau hjón voru bæði ættuð úr Fljótsdal. Þau Guðmundur og
Jónína eignuðust einn son, Pétur sem fæddur var 13/4 1912. Ekki urðu
börn þeirra fleiri.
Jónína var ekki heilsuhraust. Hafði hún fengið slæma hitasótt þegar
hún var unglingur og bjó síðan að því. (Heilahimnubólga). Auk þess var
hún nýmasjúklingur og þurfti oft að leita læknis vegna þess. Foks var
það skömmu eftir nýár 1927 að hún fór á fund læknis að Brekku í Fljóts-
dal og lagðist inn hjá honum. Lá hún þar lengi vetrar uns hún andaðist
um vorið, hinn 24. apríl 1927.
Guðmundur bóndi bjó með ráðskonu næsta ár, Guðbjörgu Olafsdóttur
sem lengi hafði verið á Dalnum.