Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Qupperneq 129
MÚLAÞING
127
litist sem best á andlegheitin þessi og sveipað þeim fram af fjallstindin-
um. Bægslið mun vera nálægt 1000 m á hæð og á að giska 1000 m2 í
toppinn, sem er rennisléttur að ofan. Ekki lá nú leið okkar upp á Bægslið
í þetta sinn, enda ekki kinda von þar.
Við héldum því áfram leið okkar sunnan við Bægslið og vestur Snjó-
fjöll. Snjófjallstindur heitir næsti tindur vestan við Bægslið og er álíka
hár og það. Þegar við komum inn á Ytra-Snjófjallið, sáum við hvar tví-
lembd ær í tveimur reifum var uppi í rákunum austan undir Snjó-
fellstindi.
Við höfðum enga ullarkind séð í ferðinni fyrr en þessa, og langaði
okkur því til að hafa hendur í hári hennar ef takast mætti. Við lögðum nú
ráðin á hversu haga skyldi aðförinni. Pétur átti að vera viðbúinn því að
taka á móti þeirri tvílembdu, ef mér tækist að komast fyrir hana án þess
að hún yrði mín vör. Til þess var aðeins um eina leið að ræða, sem ég
var þó ókunnugur, því þarna voru helst aldrei kindur, en kæmi það fyrir
voru hundarnir látnir eltast við þær og senda þær ofan í annan hvorn dal-
inn, Austdalinn eða Hánefsstaðadalinn. En nú átti að handsama skepn-
urnar.
Leiðin sem um var að ræða var eftir rák einni, sem lá vestur um Snjó-
fellstind. Virtist hún ekki svo óárennileg frá okkur að sjá, en því miður
sáum við ekki fyrir enda hennar. Ofan rákarinnar var hátt klettabelti
ókleift að sjá og neðan hennar annað álrka klettabelti, sem harðfenni
gekk upp undir, var snarbratt og náði geysilangt niður eftir fjallshlíðinni.
Þá leið, eftir gaddinum, dæmdum við ófæra.
Eg lagði því leið mína eftir rákinni og gekk allt sæmilega í fyrstu, en
þegar lengra kom varð rákin bæði mjórri og brattari. í henni var líka
smámulningur, sem vildi hrynja undan fótum mínum, og veittist mér
nær því ókleift að halda kyrru fyrir, svo að ég fylgdi ekki mulningnum
fram af hömrunum. Eg átti skammt eftir ófarið af rákinni, þegar ég veitti
því athygli að hún var svo að segja lokuð á smákafla, en ég sá að
hinumegin við þessa torfæru var rákin miklu breiðari og hallaminni. Ég
hélt að ég mundi yfirstíga þennan farartálma og treysti mér vel. En það
fór þó svo í þetta sinn, að ég hætti mér of langt. Rákin mjókkaði enn
meir og brattinn óx. Ég vildi þegar snúa við, en vegna þrengslanna og
grjótmulningsins sem rann undan fótum mfnum treysti ég mér ekki til
þess. Ég sá að það var smá klettasnös, sem lokaði rákinni framundan á
örmjóum kafla. Bara að ég kæmist yfir, þá var mér borgið. Á þessari
klettasnös var ofurlítill blettur, sléttur flötur svo sem lófastór, og þessi
torfærunibba var ekki breiðari en svo sem einn metri um það bil í