Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Side 15
Sterlingsstrandiö
Skipshafnarskráin er heldur subbulega
frágengin að sumu leyti. Þess skal getið að
kjör þau sem tilgreind eru í skránni eru
samkvæmt samningum viðkomandi fé-
laga. T.d. eru laun stýrimanna eftir samn-
ingum milli Eimskipafélags Islands og
Stýrimannafélags Islands, einnig sam-
kvæmt sjólögum. Bátsmaður og hásetar
eru ráðnir samkv. samningum milli Eim-
skipafélags Islands, hásetafélagsins og sjó-
laga. Vélstjórar eru ráðnir samkv. samn-
ingum milli Eimskipafélags Islands, Vél-
stjórafélags Islands og sjólögum. Bryti,
matsveinar, þernur og þjónar ráðnir sam-
kvæmt samningum Eimskipafélags Islands
og sjólögum. Kyndararnir ráðnir eftir
sömu samningum.
Þess má geta að framan á skipshafnar-
skrá er skrifað: „30 manns, Strandað í
Apríl 1922.“ Ekki ber nú þessi áritun vitni
um vandvirkni hjá þeim mönnum sem
önnuðust skýrslugerð fyrir Eimskip á þess-
um tíma.
Allir skipsmenn á Sterling voru ráðnir
til kaupferða, annað ekki fram tekið.
Nokkuð ósamræmi er einnig í því að Þór-
ólfur Beck, skipstjórinn, er á forsíðu
skipshafnarskrár sagður eiga heima í
Reykjavík. En svo var ekki, heldur átti
hann heima á bænum Framnesi í Reyðar-
firði sem er grasbýli sem Þórólfur stofnaði
úr landi föður síns, Hans J. Beck á Sóma-
stöðum, árið 1916. Þar reisti hann mynd-
arlegt steinhús 1916, hæð, kjallari og íbúð-
arris með kvisti. Átta herbergi, eldhús og
geymslur í kjallara, stærð: 300 m3.
Þórólfur Beck
Þórólfur var fæddur 16. febrúar 1883,
dáinn 3. júní 1929. Foreldrar hans voru
Hans hreppstjóri Beck á Sómastöðum og
kona hans Steinunn Pálsdóttir að Karls-
Þórólfur Beck, skipstjóri.
skála, Jónssonar. Þórólfur hóf siglingar 17
ára og lauk skipstjóraprófi í Danmörku.
Var síðan stýrimaður á skipum erlendis og
fór víða um heim. Stýrimaður á Gullfossi,
skipstjóri á Sterling og Esju. Kona hans
(1907) var Þóra Konráðsdóttir Kemps.
Forfaðir Þórólfs skipstjóra Beck var,
hér á landi, afi hans Christen N. Beck
verslunarmaður á Eskifirði, fæddur í Vejle
á Jótlandi 1796. Kona hans, og amma Þór-
ólfs, var Maria Elisabet Ríkharðsdóttir
Long, fædd um 1806. Þau giftust um
183a
Ég minnist þess þegar ég fór suður um
land með Esju 1926 að Þórólfur lét flytja
sig í land á Framnesi í Reyðarfirði þegar
Esja kom þar á móts við og dvaldi hann
þar heima meðan skipið var afgreitt á
Reyðarfirði og var svo fluttur um borð
með eigin báti frá landi. Þennan hátt mun
Þórólfur hafa haft um heimsóknir sínar að
heimili sínu Framnesi svo lengi sem hann
stundaði strandsiglingar.
13