Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Page 31
Grýta haugbúans í Skriðdal
Á íslandi eru til fjórar heilar grýtur úr
tálgusteini frá víkingaöld. Mjög algengt er
að finna brot úr tálgusteinsgrýtum hérlend-
is en þess ber að geta að náttúrulegur tálgu-
steinn finnst ekki á íslandi. Brotin eru því úr
innfluttum grýtum, sem hafa brotnað hér,
eða af steinum sem nota átti í grýturnar en
stundum voru heilir steinar fluttir inn til að
smíða úr. Stakur stór tálgusteinn fannst t.d.
í jörðu á Kotmúla í Fljótshlíð fyrir nokkru.
Einn stór tálgusteinsgripur frá miðöld-
um er til á íslandi. Það er skímarfontur sem
tilheyrir kirkjunni á Flólum í Hjaltadal. Sag-
an segir að steinninn hafi borist hingað til
lands með ísjaka og fonturinn síðan tálgað-
ur úr honum hér. í skímarfontinn, sem er
mjög stór að ummáli, eru fagurlega höggn-
ar helgimyndir.
Það var í september 1995 sem fjórða
víkingaaldargrýtan bættist við í hóp hinna
þriggja sem til voru á Islandi en hún fannst
við hlið haugbúans við Þórisá í Skriðdal.
Grýtan sem þar fannst er skaftlaus og því sú
eina af þeirri lögun sem til er á Islandi, hin-
ar þrjár eru allar með skafti. í Noregi er hin
skaftlausa gerð grýtanna algengust en grýt-
ur með skafti finnast þar einnig.
Stærð íslensku grýtanna er mismunandi,
sú skaftlausa sem fannst í Skriðdal er þeirra
stærst. Opið á henni er um 35 cm að þver-
máli en op hinna er innan við 20 cm. Með
skaftinu mælast þær um 33 cm í þvermál.
Grýtan úr kumlinu í Skriðdal er einnig örfá-
um sentimetrum dýpri en hinar. Reikna má
með að þær hafi allar verið notaðar í sama
tilgangi, þ.e. við matreiðslu á opnum eldi en
algengt er að þær grýtur og grýtubrot, sem
finnast í jörðu hérlendis, séu sótug.
Eigandi grýtunnar eins og hann hvíldi í kumlinu.
Ljósm. Sigurður Mar Halldórsson.
Þrjár af grýtunum fjórum hafa fundist á
Austurlandi. Það er grýtan úr Skriðdal, önn-
ur fannst á eyðibýlinu Skinney í Hornafirði
og sú þriðja í kumli hjá Snæhvammi í
Breiðdal. Fjórða grýtan er vestfirsk en hún
fannst við Hrafnseyrará í Arnarfirði.
Heimildir:
Hallgerður Gísladóttir 1994: „Klébergsgrýta“ (bls. 250-251). Gersemar og þarfaþing. Hið íslenska
bókmenntafélag.
Kulturhistorisk leksikon for nordisk middelalder 1960. „Gryde“. Bind V. Bókaútgáfan ísafold.
29