Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Side 100
Múlaþing
Björn Jónsson,faðir Andrésar.
veturinn úr brjósthimnubólgu. Jóhanna var
í frambænum með Sveinu dóttur sína til
1908. Þá fór hún að Geitavík.
Annað sumarið okkar á Nesi passaði eg
kvíaærnar að mestu leyti einsamall að okk-
ar hluta, og auðvitað fylgdi Snati mér eins
og skugginn og tók af mér margt sporið.
Pössunin gekk vel hjá okkur Snata, en mér
leiddist þegar þoka var og rigning. Það var
slæmt að rölta allan daginn rennblautur í
fætur og gegndrepa á skrokknum, því að
ekki voru til olíuföt eða stígvél á þeim ár-
um, en hins vegar var maður í ullarfötum
bæði yst og innst. Þau voru hlý þótt blaut
væru.
Vorið 1901 var fremur gott, en ekki góð
grasspretta um sumarið. Hey hröktust með
köflum og urðu minni en sumarið áður.
Veturinn á eftir var talinn harður og gjafa-
frekur. Hafís kom og fyllti alla Austfirði, lá
margar vikur landfastur fram á vor. Það var
talað um að land og sjór væru samfrosta.
Eg nran eftir tveim smávökum við Nesland.
Önnur var við Nautabökuna niður af bæn-
um, en hin við Dalslækjarósinn fram og
niður af bæ.
Þennan vetur átti Þorsteinn Magnússon í
Höfn fóðrakindur á Nesi og í Geitavík. Þær
voru reknar á eldaskildaga á hafís frá Geita-
vík að Höfn - þvert yfir fjörðinn. Þetta var
ein samfrosin hella og hvergi vök eða
sprunga í ísnum. En ísinn hvarf skyndilega.
Einn morgun, þegar eg kom á fætur og leit
út, þá var allur ís horfinn og sást ekki í ís-
brúnina. Um nóttina hafði komið suðvest-
an hlákuvindur sem dreif ísinn út á haf.
Um sumarmál var allt á kafi í gaddi.
Pabbi var heytæpur og þorði ekki annað en
að reka geldféð upp í Fell til að létta á heyj-
um. Jón fór með féð og sá um það í efra þar
til autt var orðið heima og kom þá með það.
Eftir þennan vetur sá pabbi að meira hey
þurfti á Nesi handa sauðfé heldur en í Fell-
um. Hann setti sér það markmið að setja
skepnur sínar á það rnikið fóður að hann
þyrfti ekki að reka aftur í aðrar sveitir vegna
heyleysis og við það var staðið.
Á þessum árum var mikið um það að
fólk færi til Ameríku, og þetta sumar fréttist
að fósturforeldrar Bjössa bróður á Stóra-
Steinsvaði ætluðu vestur og auðvitað að
fara með Bjössa þar sem hann var fóstur-
sonur þeirra. Foreldrar mínir voru því mót-
fallnir að Bjössi færi með þeim, og það varð
úr að pabbi fór upp að Stóra-Steinsvaði og
sótti Bjössa eftir fjögra ára fóstur hjá Birni
og Margréti. Það var mikið áfall fyrir hjón-
in að láta Bjössa frá sér. Hann var hjá þeim
í miklu ástríki og eftirlæti eins og hann væri
þeirra eigið barn. Hjónin áttu þó dóttur sem
var nokkrum árum eldri en Bjössi.
98