Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Side 175
s
Utdráttur úr starfsskýrslu Safnastofnunar Austurlands
1995-1996, um minjasöfn í Múlasýslum.
Ársskýrslur
Minjasafnið á Bustarfelli
Árið 1995 var rekstur safnsins með hefðbundnum hætti. Gestir urðu tæplega 2000 að tölu. Talsvert
var unnið að viðgerðum á bæjarhúsum. Hlaðnir voru að nýju veggir í fjósi og búri og skipt um torf á þök-
um, auk annars. Starfsdagur var haldinn um verslunarmannahelgina og komu þá um 600 manns í safnið.
I ár eru liðin 30 ár frá því búsetu lauk í gamla bænum. Af því tilefni var sett upp sýningin „Uppi hjá
okkur“ á lofti Fremri-stofu. Tekin var niður spunavél og sett í geymslu, og herbergið búið út eins og það
var 1962, en þá var þar svefnstaður sjö manna fjölskyldu og leiksvæði fimrn barna. Fyrir framan herberg-
ið var komið fyrir spjöldum með myndum af íbúum á Bustarfelli á þessarri öld, og ættartré þar sem koma
fram nöfn bænda á bænum frá því á 16. öld, en sama ættin hefur setið Bustarfell frá þeim tíma.
Starfsdagur var haldinn á Bustarfelli um verslunarmannahelgina í ár og voru þá sýnd gömul vinnu-
brögð úti og inni. Um 500 gestir komu í safnið þann dag, en alls hafa komið um 1.700 á þessu sumri. í
haust fara fram viðgerðir á bæjardyrum, og á næsta ári verður gert við Fremri-stofu með tilheyrandi lofti.
Von er á skólahópum í heimsókn eftir sumaropnunartíma.
Tækniminjasafn Austurlands
Gestir safnsins sumarið 1995 urðu um 1000 þá tvo mánuði sem sýning stóð á efri hæð Hafnargötu 44.
I fyrra var gengið frá kaupum á Vélsmiðju Seyðisfjarðar fyrir hönd Tækniminjasafnsins. Fyrir styrk
frá Húsafriðunarsjóði var gerð úttekt á ástandi hússins og áætlun um viðgerðir á því.
I ár var sýningin í Hafnargötu 44 endurbætt. Þóra Guðmundsdóttir og Martin Sammtleben útbjuggu
sýningu um húsagerðir á Seyðisfirði, út frá Húsasögu Seyðisfjarðar sem út kom í fyrra. Jafnframt var gerð-
ur bæklingur með korti yfir bæinn þar sem sýnd eru sérstaklega skoðunarverð hús. Sýningin mun standa
afram næsta sumar. Sýningin var opnuð í júnílok í ár. Gestir eru orðnir um 500 talsins.
I haust verður ráðist í fyrsta áfanga viðgerðar á Vélsmiðjunni. Húsafriðunarsjóður styrkir verkið á
moti framlagi bæjarsjóðs, en styrkja verður leitað víðar.
Starfsmaður safnsins er sem áður Pétur Kristjánsson og er hann einungis ráðinn í tvo mánuði í ár.
Stjórn safnsins og starfsmaður vinna að stefnumörkun fyrir safnið, en málefni gömlu húsanna eru til
urnfjöllunar hjá Seyðisfjarðarbæ.
Aðsókn að safninu er of lítil og má að einhverju leyti um kenna skorti á samhæfingu við aðrar sýning-
ur a Seyðisfirði. Aðrar ástæður koma til og verður stjórn safnsins að leita úrbóta.
Stríðsárasafnið á Reyðarfirði
Fyrsta sýning safnsins stóð í 1 1/2 mánuð sumarið 1995, í Spítalakampinum, og skoðuðu hana um
2000 gestir.
Safnið er á vegum Reyðarfjarðarhrepps og mun verða áfram. Hreinn Sigmarsson var í hálfu starfi við
safnið síðastliðinn vetur. Þá koinust á tengsl við breska hermenn sem dvöldu á íslandi á stríðsárunum og
einnig var myndað samband við stríðsárasöfn í Bretlandi. Safnið á Reyðarfirði hefur eignast bréfa- og
173