Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Page 172
Múlaþing
Náttúrustofa Austurlands í Neskaupstað
Náttúrustofa Austurlands er stofnsett samkvæmt lögum um Náttúrufræðistofnun Islands og náttúru-
stofur (60/1992) og reglugerð (384/1994) um náttúrustofu Austurlands. Náttúrustofa Austurlands er fyrsta
stofan sem tekur til starfa samkvæmt þessum lögum en náttúrustofur eru sameiginlegt verkefni ríkis og
sveitarfélaga. Stofnkostnaður skiptist jafnt milli þessara aðila, ríkið greiðir laun forstöðumanns en sveitar-
félagið sér um rekstur. Stjórn stofanna er samsett af fulltrúa ráðherra og tveim frá sveitarfélagi. Neskaup-
staður er eina sveitarfélagið sem stendur að Náttúrustofu Austurlands eins og er. Stjóm Náttúrustofu Aust-
urlands var skipuð 1994 af þáverandi umhverfisráðherra. Hana skipa Hermann Níelsson sem er formaður,
Jón Kristjánsson og Einar Már Sigurðarson. Stjórnin fékk Náttúrufræðistofnun Islands til að gera tillögu
að starfssviði stofunnar og samræma störf hennar störfum annarra væntanlegra stofa og setra Náttúm-
fræðistofnunar Islands. Tilgangurinn með þessari vinnu var að gera starfsemina fjölbreytta og markvissa.
Kristbirni Egilssyni var falið þetta verkefni og skilaði hann góðum starfsramma fyrir Náttúmstofu Aust-
urlands. Samkvæmt starfsrammanum er hlutverk stofunnar eftirfarandi, og er þar byggt á 4. grein reglu-
gerðarinnar;
- Að stunda vísindalegar rannsóknir á náttúru Austurlands.
- Að safna gögnum og varðveita heimildir um náttúrufar og stuðla að almennum náttúrurannsóknum
og skal einkum lögð áhersla á Austurland og sérstöðu náttúru þess.
- Að stuðla að œskilegri landnýtingu, náttúruvernd og frœðslu um umhverfismál hœði fyrir almenning
og í skólum á Austurlandi.
- Að veita frœðslu um náttúruna og aðstoða við gerð náttúrusýninga á Austurlandi.
- Að veita Neskaupstað og öðrum sveitarfélögum á Austurlandi umbeðna aðstoð og ráðgjöfá verksviði
stofunnar m.a. vegna nýtingar náttúrulegra auðlinda, skipulagsmála og mats á umhverfisáhrifum
framkvœmda enda komi greiðsla fyrir.
Eins og sjá má á þessu er hlutverk stofunnar víðtækt en þó má í grófum dráttum skipta því í þrjú meg-
insvið; rannsóknir, gagnasöfnun og varðveislu heimilda og fræðslu. Ut frá rekstrarlegu sjónarmiði má e.t.v.
skipta hlutverkinu í gjaldhæfa þjónustu og verkefni sem leiða til fræðilegar uppbyggingar.
Stofan tók formlega til starfa í júní 1995 en Guðrún A. Jónsdóttir forstöðumaður tók til starfa í apríl
sama ár. Gunnar Olafsson starfaði sem forstöðumaður næstum því frá upphafi og fram til 15. maí 1996 en
þá tók Guðrún aftur við starfinu. Lengst af hefur einungis verið einn starfsmaður, forstöðumaður en Gunn-
ar Ólafsson var verkefnaráðinn hjá stofunni skamman tíma nú í haust.
Starfsaðstaða er enn til bráðabirgða og er stofan til húsa að Miðstræti 4 sem er hluti neðri hæðar á íbúð-
arhúsi. Aðstaðan þar samanstendur af sæmilega rúmgóðu skrifstofuherbergi og geymslu. Fljótlega eftir að
stofan tók til starfa var farið að skoða þá hugmynd að stofan og útibú Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins
(RF) í Neskaupstað færu undir sama þak. Báðar stofnanirnar eru litlar og væri sambýlið örugglega styrk-
ur fyrir þær báðar auk þess sem samnýta mætti ýmsa aðstöðu og tæki og jafnvel aðstoðarfólk þegar fram
líða stundir. Stjórnir Náttúrustofu Austurlands og RF samþykktu svo formlega haustið 1995 að ganga til
þessa samstarfs og hófst þá leit að hentugu húsnæði. Þegar þetta er skrifað liggur ekki fyrir hvaða húsnæði
fæst.
Þar sem ekki er vitað hvaða húsrými stofan fær til frambúðar hefur einungis verið ráðist í kaup á lág-
marks búnaði fyrir skrifstofuna. Sama er að segja um tækjakost stofunnar að þar hefur einungis verið keypt
það nauðsynlegasta. Bókakostur er einnig næsta lítill en æskilegt væri að stofan viðaði að sér heimildum