Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Síða 158

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Síða 158
Ritfregnir Skýrslur varðandi Hraunaveitu Orkustofnun í Reykjavík hefur nýlega sent frá sér tvær nýjar rannsóknaskýrslur, er varða lífríki á Hraunum, en svo nefnist hálendið milli Fljótsdals, Suðurfjarða og Lóns. Á Hraun- um hafa á undanfömum árum farið fram ýmiss konar rannsóknir vegna hugsanlegrar nýt- ingar á afrennsli þeirra til virkjunarframkvæmda. Annars vegar er um að ræða svonefnda Hraunaveitu, þar sem vatni frá Hraunum yrði veitt inn í fyrirhugað Eyjabakkalón, og myndi þá nýtast til aukningar á Jökulsá í Fljótsdal, við virkjun hennar (Fljótsdalsvirkjun), en hins vegar eru líka uppi hugmyndir um sérstaka Hraunavirkjun, þar sem afrennsli Hrauna yrði virkjað ofan í Suðurdal í Fljótsdal. Umræddar skýrslur eru liður í því að kanna og meta lífríki Hraunanna, vegna umhverf- ismats sem skyldugt er að gera við slíkar stórframkvæmdir. Hraunavirkjun. Rannsóknir á lífríki vatna. Höfundur: Hákon Aðalsteinsson. Orkustofnun, maí 1995. 22 bls. Allnokkur stöðuvötn eru á Hraunum, en engin þeirra verulega stór, og þau eru yfirleitt grunn. Vötnin eru í 600-800 m h. y.s. og umhverfi þeirra er víðast hvar fremur bert og hrjóstrugt. Er því ekki að vænta auðugs lífríkis í þeim. Á árunum 1992-94 var safnað sýnum af jurta- og dýrasvifi í helstu vötnunum á Hraun- um, og einfaldar efnamælingar gerðar um leið. Flestar dýrategundir fundust í Sauðárvatni (16), sem er við upptök Ytri-Sauðár, í um 800 m h. y.s. í Folavatni fundust 14 tegundir. Yf- irleitt reyndust vötnin samt fremur fátæk af næringu og lífi. Gróðurfar við Folavatn austan Eyjabakka. Höfundar: Kristbjörn Egilsson og Hörður Kristinsson. Skýrsla unnin fyrir Orku- stofnun af Náttúrufrœðistofnun Islands, júní 1995. 28 bls. Folavatn er eitt af stærstu vötnunum á Hraunum. Það er vestast á svæðinu, skammt fyr- ir austan Eyjabakka, utantil, og úr því rennur Folakvísl í Keldá. Vatnið er í grunnri lægð, og skammt fyrir austan hana rennur Keldá, einnig í grunnu daldragi. Svæðið er í 660-680 m h.y.s. Ef til virkjunar kemur yrði Keldá stífluð og fer þá Folavatn og umhverfi þess und- ir miðlunarlón. Er lónstæði þetta að heita má algróið, eins og Eyjabakkasvæðið, en að meiri hluta þurrlent. Gróðurfar svæðisins er fjölbreytt og allgróskulegt, miðað við hæð yfir sjó. Alls fundust um 300 plöntutegundir, þar af nokkrar sjaldgæfar mosa- og fléttutegundir. Um vemdargildi svæðisins segir í skýrslunni: „Landslag er fremur einsleitt og venjulegt. Landfegurst er svæðið sunnan og suðaustan við vatnið. Þar skiptast á lág grýtt holt, kílar og lægðir, með votlendi og tjömum, umgirt gróðurlitlum ásum, og samspil Iandslags og gróðurs verður eftirminnilegt.“ 156
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.