Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Page 133
Frá Jökuldalsfólki og Eiðaþinghármönnum
en óáleitnari og meinlausari“! Það skyldi
þó aldrei vera að meinleysið hafi valdið
orðsporinu um heimskuna? Eða hrekkleys-
ið? En þrátt fyrir þessa annmarka er sagt að
hann kæmi sér heldur vel. Sagt er einnig að
hann væri áleitinn með kvonbænir á ýmsum
stöðum, og gat það hafa komið í ljós er
hann var á flakkinu um nágrannasveitir. En
þó hann væri talinn loðinn um lófana kom
það víst ekki að haldi við kvonbænirnar að
sögn, og einhverjir fundu snöggan blett á
honum og uppnefndu hann kóngdóm. Það
þurfti alltaf að finna eitthvað til gamans í
fásinninu, jafnvel þó að gamanið stundum
gæti reynst grátt, en sagt er þó að Bjöm
fyrtist ekki neitt við þessa gamansemi sveit-
unga sinna. Líklegt er einnig að baktal
sveitunga hans hafi flogið vítt um sveitir, og
þeir hafi þá hvorki skeytt um skömm né
heiður! Hins vegar mun mega segja að það
lýsi Birni sem skynsömum rósemdarmanni
að hann skyldi lítt fyrtast við sveitunga sína
þrátt fyrir vafasaman söguburð.
Drauma Rósa
Sigmundur M. Long getur og um tildrög
þess að þau Bjöm og Rósa kynntust. Hún
kvað hafa verið draumspök og dreymt að
hún mundi eignast son Óla í Merki fyrir
mann, en gallinn var bara sá að Óli í Merki
átti bara dætur, en henni var þó sagt að
máske gæti verið átt við stjúpson hans,
Björn að nafni. Sagt er og að Rósa tæki sér
ferð á hendur upp á Jökuldal til að ganga úr
skugga um þetta, og getur það allt verið satt
°g rétt. Sagt er að Bjöm gripi tækifærið, og
Rósa væri líka heldur myndarleg stúlka,
ekki smáfríð, en feit og fönguleg, svo ekki
var turða að Björn hikaði ekki. Enn á ný
kemur fram hvílíkur kvenkostur Rósa hefur
verið, og raunar má segja að umsögn um
þau, þegar allt er skoðað og gróusögur
dregnar frá, bendi til þess að þau hafi verið
ágætismanneskjur. En um það hvort Björn
fékk einhvern tímann móðurarf úr Merkis-
búi, hefi ég ekki fundið neinar heimildir, og
hygg ég raunar að það hafi varla verið mik-
ið, og skilgetnir erfingjar stóðu nær, og auk
þess dó ekki móðir hans fyrr en 1867, og
hafði þá verið fimm ár ekkja, líklega mest á
Hákonarstöðum hjá dóttur sinni og tengda-
syni, þeim Guðrúnu og Sigfinni og eitthvað
hlýtur Guðrún að hafa fengið af arfinum,
enda hún skilgetin lögerfingi.
Ekki er til sóknarmannatal úr Eiðasókn
eftir 1866, en Bjöm Bjamason á Asgeirs-
stöðum er skírnarvottur 1872 er barn frá
Þrándarstöðum er skírt, en hann andaðist
hinn 8. september um haustið, og kemur
það fram í skiptabók, en skipti á búinu fóru
fram hinn 17. febrúar árið eftir, og eru þar
taldir tjórir erfingjar; ekkjan og þrjú börn
hennar, þau Gunnar 10 ára, Bjarni þriggja
ára og Sigríður á Hákonarstöðum 5 ára.
Fram kemur dálítil eign í Ásgeirsstöðum og
skiptist það í fjóra parta milli erfingjanna,
auk nokkurrar smáupphæðar, en strax
haustið áður sýnist hafa farið fram uppboð
á eignum þeirra Rósu, en ekki hefur mér
tekist að finna uppskriftar- og/eða uppboðs-
bók frá þessum tíma. Má þessi jarðarpartur
hafa verið það sem Björn fékk í arf eftir
föður sinn á sínum tíma, en skipti eftir hann
finnast ekki í skiptabókum. Um mikla fjár-
eign Bjöms hefur varla nokkurn tíma verið
að ræða, og mun mála sannast að flestir ein-
yrkjar, þ.e. þeir sem ekki höfðu vinnufólk
til heyöflunar gátu aðeins átt tiltölulega fá-
ar kindur, og kemur það fram í skiptabók-
um. Flest árin sem þau Rósa bjuggu á Ás-
geirsstöðum voru afarhörð eins og fyrr er
fram komið, og einnig má minna á að öll
amboð til heyöflunar voru á þessum tíma
ærið frumstæð, þ.e. bæði Ijáirnir, en einnig
hrífumar og stóð það heyskapnum mjög
131