Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Page 21
Sterlingsstrandið
Rotturnar stukku í land
Sú saga gekk, og höfð eftir þeim sem
með Sterling voru, bæði skipshöfn og far-
þegum, að þegar Sterling lá við bryggju á
Eskifirði, nær miðnætti sunnudagskvöldið
30. apríl, hafi sægur af rottum stokkið í land
úr skipinu. Veit ég um eina konu meðal far-
þega sem var sjónarvottur að þessum flótta
rottanna sem henni þótti furðulegt fyrirbæri
og hafði hún stundum orð á þessu síðar.
Þessi kona var Sigrún Asgrímsdóttir, far-
þegi til Borgarfjarðar eystri, kona Jóns
Bjömssonar.
Eg spurði Eskfirðinga, sem hér voru á
ferð á Seyðisfirði nokkru eftir strandið,
hvort þeir hefðu heyrt getið um rottuinn-
llytjendur til Eskifjarðar úr Sterling. Þeir
héldu nú það, „sei, sei, jú - mikil ósköp”.
Sagt er að Olafur Davíðsson, verslunarstjóri
á Borgarfirði eystri, hafi hætt við að stíga
um borð í Sterling á heimleið þegar hann
mætti rottu sem hljóp úr skipinu upp
bryggju á Norðfirði!
Grein Vilhjálms Hjálmarssonar
I blaðinu Austra, Neskaupstað 9. janúar
1963, birtist grein eftir Vilhjálm Hjálmarsson
um Sterlingsstrandið. Hann var, eins og
fram kemur í viðbótum við farþegaskrá hér
að framan, farþegi, ásamt fóstursystur sinni,
Hrefnu. Var ferðin í og með farin til þess að
eignast ljósmynd af þeim jafnöldrunum og
fóstursystkinunum ásamt móður þeirra.
Móðir Vilhjálms var Stefanía Sigurðardóttir
húsfreyja og kona Hjálmars Vilhjálmssonar á
Sigrún Asgrímsdóttir.
Brekku. Hrefna var dóttir Einars Ámasonar
bónda að Hofi í Mjóafirði. Bjó í fjölda ára á
Höfðabrekku, næsta bæ utan við Brekku,
ásamt manni sínum Gísla Bjömssyni frá
Reykjum í Mjóafirði.
19