Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Blaðsíða 153

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Blaðsíða 153
Bókaþáttur en Breiðdæla (gamla) hafði komið út árið 1948, fyrir forgöngu Stefáns Einarssonar prófessors, og er einhver merkasta sveitarlýsing sem birst hefur hérlendis. Um 1990 jókst útgáfa bóka á Austurlandi til mikilla muna, bæði á vegum félaga og ein- staklinga, enda þótt ekkert útgáfufyrirtæki hafi enn litið dagsins ljós í fjórðungnum. Arið 1992 var að vísu stofnað félag á Egilsstöðum, til að gefa út bók eftir Armann Halldórsson. Nefndist það „Snotra“, eftir hinni frægu huldukonu á Snotrunesi. Salan gekk ekki sem skyldi, og því hafa þeir ekki lagt í frekari afrek á útgáfusviðinu, þótt einhver áhugi rnuni vera fyrir því, að sögn Sigurjóns Bjarnasonar, sem er einn þeirra „Snotrunga". Ljóst er að öflugt útgáfufyrirtæki austanlands myndi auðvelda mjög útgáfu bóka í fjórðungnum, og skapa atvinnu fyrir allnokkra, ef stofnað yrði. Ritverk þau sem hér um ræðir hafa llest verið unnin fyrir prentun á Egilsstöðum og í Fellabæ, og prentuð í Héraðsprenti eða Prentverki Austurlands. Bókband verður hins vegar að sækja í syðsta hrepp fjórðungsins (Öræfin), eða út fyrir hann, og hafa fyrirtækin Oddi og Prentstofa G. Ben. í Reykjavík unnið þann þátt við llestar bækurnar. A sama tíma hafa allmargar bækur eftir austfirska höfunda komið út í öðrum landshlutum, svo sem bækur Vilhjálms Hjálmarssonar fræðimanns og fv. alþingismanns, bækur Guðjóns Sveinssonar rithöfundar á Breiðdalsvík og þýðingar á bókum Þorsteins Stefánssonar rithöfundar í Danmörku. Hér verður birt skrá yfir þau ritverk sem gefin hafa verið út á Austurlandi síðustu 6 ár (1990-1995). Einnig eru teknar í skrána bækur eftir austfirska höfunda, sem frést hefur af, þó þær hafi verið gefnar út annarsstaðar. Eru þær einkenndar með stjörnu. Líklegt er að eitthvað vanti í þann flokk, og er undirritaður þakklátur fyrir ábendingar urn það. Oft getur líka verið álitamál hverja beri að kalla austfirska höfunda. Hér er notuð sú viðmiðun, að þeir séu fæddir og upp aldir eystra, eða hafi dvalið þar langdvölum. Einnig eru teknar með bækur sem fjalla um austfirskt efni, þótt höfundar séu ekki þaðan. Höfundar bóka sem falla undir þessa skilgreiningu, og ekki hafa komist í skrána eru beðnir velvirðingar. Austfirsku tímaritin Glettingur, Múlaþing og Skaftfellingur hafa á undanförnum árum og áratugum birt allnokkra ritdóma eða umsagnir um bækur er varða austfirsk efni, og munu væntanlega halda því áfram framvegis. Auk þess hafa austfirsku vikublöðin birt rit- fregnir af og til. í skránni er vísað til slíkra ritdóma, einkum í tímaritinu Glettingi. Að lokum skal það tekið fram, að blöð og tímarit birta að jafnaði ekki umsagnir um bœkur eða ritdóma nema útgefendur eða höfundar þeirra sendi ritinu eitt ókeypis eintak af þeim. Erþað skoðað sem ritlaun til þeirra sem skrifa um bækurnar. Eins og skráin ber með sér, hefur útgáfa austfirskra bóka og rita verið mjög misjöfn frá ári til árs, eða allt frá 4 bókum (1994) upp í um 27 bækur og ritlinga 1995, sem jafnframt er algert met-ár, hvað þetta varðar. Er vonandi að framhald verði á þeirri grósku. Heimild: Prentlist á Austurlandi, eftir Eirfk Sigurðsson fv. skólastjóra á Akureyri, í bók hans Af Sjónarhrauni. Skuggsjá (Hafnarfirði), 1976. Helgi Hallgrímsson 151
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.