Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Blaðsíða 26
Múlaþing
Ingvar Sigurðsson á Desjarmýri.
inn á Seyðisfjörð! Er sagt að stýrimaður
hafi brugðizt hið versta við. - En prestur var
þó fluttur yfir í Fyllu og fékk far inn í bæ
eins og hann hafði ætlað! - Er mér sagt að
séra Ingvar kunni enn þessa sögu og segi
hana frábærlega vel þegar svo ber undir.
Kom gat á hann! sagði Jóhann heitinn
Sigurðsson, glettinn að vanda, þegar hann
mætti okkur fyrstur manna á bryggju á
Seyðisfirði. Mamma hélt hann hefði fengið
það gat sem gilda mundi, en á meðan verið
var að ferja í land gengu naggamir á flúð-
inni í gegnum botninn, skipið settist á sker-
inu og hreyfðist ekki upp frá því.
Við vorum komin heim til Sigurðar
frænda Vilhjálmssonar, sem þá var kaupfé-
lagsstjóri, laust fyrir hádegi. Mamma gat
því talað heim kl. 12 og sagt tíðindi, sem
menn raunar trúðu varla í fyrstu.
Harður straumur
vang og flutti fólkið inn á Seyðisfjörð. En
áður hafði þó Hánefsstaða Valur komið á
strandstaðinn og tekið okkur Mjófirðing-
ana, en hann lá ferðbúinn við bryggjuna á
Hánefsstöðum, þegar fréttin barst, og ætlaði
inn í bæ, en lagði þessa lykkju á leið sína.
Þriðji presturinn
Dálítið kátlegt atvik hafði orðið á
strandstað í þann mund sem lokið var að
flytja fólkið út í Fyllu. Séra Ingvar á Desja-
mýri [svo] kom norðan að með mal á baki
og skíði um öxl. Hann sá skip liggja fyrir
landi og kom til hugar að hér væri tækifæri
að spara sér gönguna í bæinn og kallar á
ferju. Strákar af Sterling sóttu hann í land
og fluttu um borð í hið strandaða skip, þar
sem hann hitti stýrimann og beiddi sér fars
Eins og góðfús lesari auðvitað sér, er hér
aðeins sagt af strandinu af sjónarhóli eins
yngsta farþegans. En í hans huga var atburð-
urinn mikið og spennandi ævintýri strax þeg-
ar hann var um garð genginn. Skipstjóri og
skipshöfn hafa eðlilega litið hann alvarlegri
augum.
Margt var um strandið talað fyrst á eftir
og sýndist sitt hverjum. En minnisstæðust
var mér sú fullyrðing, sem ég tel rétta, nema
ég fái sönnur fyrir öðru, að erlendur togari
hafi þennan sama morgun siglt svo að segja
í kjölfar Sterling og lent mjög nærri Brim-
neslandinu, og mundi hafa siglt á sama sker-
ið ef Sterling hefði ekki verið þar fyrir!
Töldu menn þetta sýna að norðurfallið hefði
verið óvenjuhart og reiknuðu það Þórólft
Beck til réttlætis, en hann var skipstjóri á
Sterling síðustu árin sem skipið flaut.
24