Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Side 18
Múlaþing
Athugasemdir við skrá skipstjóra
Hér á undan var birt orðrétt farþegaskrá
Þórólfs Beck skipstjóra. Þessi farþegaskrá er
nokkuð fljótfæmislega gerð. Ekki hefur mér
tekist enn að fá nákvæma farþegaskrá frá
Eimskip, sem gerði út, eða sá um útgerð
Sterlings fyrir hönd ríkissjóðs.
Sem dærni um ónákvæmni skipstjóra, við
gerð þessarar farþegaskrár, má nefna niður-
lag skrárinnar þar sem segir: „Veit ekki um
fleiri“. Svona skrá er ekki beint traustvekj-
andi sem heimild. Svo má líka nefna að að-
eins einn maður, sá fyrsti sem talinn er á
skránni, er skráður með heimilisfangi, en það
er Bjöm Hallsson á Rangá. Bendir það til
þess að skipstjórinn hafi ætlað að gera nánari
grein fyrir farþegum sínum en séð sig um
hönd og hætt við það. Þá er og annað, sem
skýrir tímaskort eða fljótfæmi skráarhöfund-
ar, en það er að menn eru aðeins nefndir ætt-
amöfnum, svo sem Örum, en þar er þó bætt
við símritari. Það munu þó hafa verið tveir
aðrir símritarar rneðal farþega, og allir til
Seyðisfjarðar, en það eru þeir Ragnar Krist-
jánsson (læknis á Seyðisfirði) og Benedikt
Sigtryggsson ættaður úr Suður-Þingeyjar-
sýslu. Þá má nefna Túlinius og Lambertsen.
Viðbótarupplýsingar varðandi farþega-
skrá skipstjóra
Mér hefur þó tekist að auka nokkuð við
þessa farþegaskrá, enda munu farþegar alls
hafa verið nær 50 í þessari örlagaríku ferð
Sterlings. Heimildir þessar eru að finna í
böggli, sem enn er til og segir þar af bókun
strandgjörða, og lausum blöðum, þar á með-
al viðurkenningu nokkurra farþega þess efn-
is að hafa veitt móttöku farþegaflutningi úr
Sterling, og fylgja þeim kvittunum jafnan
heimilisföng.
Áður en ég bæti við nafnaskrá farþega
ætla ég að gera nánari grein fyrir þeim far-
þegum sem skráðir eru hér að framan eftir
því sem mér hefur til tekist. Læt ég þá með
fylgja farþegaflutning þann sem þar er til
nefndur.
Björn Hallsson Rangá, Hróarstungu.
Móttekið 2/5 '22: einn kassi með skófatnaði
o.fl., metinn á kr. 400.-
Sr. Björn Þorláksson Dvergasteini við
Seyðisfjörð. Móttekið 3/5 '22: ein kista
með fatnaði, 1 handtaska m. ýmisl., 1
hnakkur, 1 st. sængurfatnaður. Ekki getið
um verðmæti.
Jón Bjarnason Skjöldólfsstöðum, Jök-
uldal. Móttekið 2/5 '22: einn kassi
grammóphónn og aluminiumvörur (álvör-
ur) og 1 kassi skófatnaður. Matsverð alls
kr. 550.-
Ingólfur Sigfússon Borgarfirði (er frá
Svínafelli í Hjaltastaðaþinghá, en ætlaði af
skipi í Borgarfirði). Móttekið 1/5 '22: Eitt
koffort, innihald: utanyfirfatnaður, sokkar
og nærfatnaður, verð ca kr. 100.-. Einn
poki, innihald: yfirsæng, koddi o.fl.
Stefanía Sigurðardóttir er frá Brekku í
Mjóafirði. Hún og hennar farþegaflutning-
ur fór inn til Seyðisfjarðar með vélbátnum
Skúla fógeta, ásamt syni og fósturdóttur sem
bæði voru 7 ára (síðar talin í farþegaskrá).
Björg Sigurðardóttir Strandgötu 45,
Akureyri. Móttekið 5. maí 1922: eitt koff-
ort með fatnaði f. ca kr. 100.-
I. I. Lambertsen Reykjavík. Móttekið
(ótilgreint hvenær): eitt koffort og 2 hand-
töskur með sýnishomum. Eitt st. ritvél, 1
handtaska með nærfatnaði o. fl. (ekki verð-
lagt).
Björn Þorkelsson Hnefilsdal. Móttek-
ið 2/5 '22: einn kassi álnavara, kr. 400.-, 1
koffort með fatnaði (utanyfir) fyrir kr. 100,-
ein pappaaskja með aluminiumvörur (ál-
16