Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Page 121
Eiríkur Eiríksson frá Dagverðargerði
Slysfarir í Kirkjubæjarsókn
1574-1903
Ártal óþekkt
1. í þröngu mýrarsundi á Lágheiði er kelda
kölluð Herdísarkelda. Óljós munnmæli segja að
þar hafi orðið úti kona sem Herdís hét. Engar
skráðar heimildir eru um þann atburð. Keldan er
í landi Dagverðargerðis í Tungu.
2. Elínarenni er örnefni utan við tún á
Rangá. Þar varð að sögn úti kona sem Elín hét
en engar heimildir eru um hana
1574
3. Séra Asgrímur Þórðarson prestur Kirkju-
bæ, fæddur um 1490-1495, ætt ókunn. Árið
1574 drukknaði prestur á Austfjörðum með
þeim hætti að hann hafi lagst yfir selaós nokkurn
og hafi selimir rifið hann á hol. Enginn kunnur
prestur á ártíð þetta ár í Múlaþingi nema séra
Ásgrímur. Við hann og aðstæður allar getur
þessi slysfararsaga átt (sjá Austurland V, bls.
159, Rvk. 1952 og þau rit sem þar er vísað til,
ennfremur ísl. œviskrár 2-4).
1602
4-6. Björn sýslumaður Gunnarsson drukkn-
aði í Jökulsárósi 10. júní ásamt þýskum pilti og
Jóni bónda í Húsey, sem hefur verið ferjumaður
(sjá Austurland V, bls. 147-148 og Ættir Aust-
firðinga).
Fyrir 1703?
7. Unglingur frá Surtsstöðum eða Sleðbrjót
hrapaði í svonefndum Gerðiskletti og beið bana
og var álfum kennt um (sjá Huld /, bls. 221-222,
Rvk. 1935 og Isl. þjs. og sagnir Sigfúsar Sigfús-
sonar). Árið 1703 bjuggu á Surtsstöðum Pétur
Rustikusson og Bretteva Sigfúsdóttir, nefnd
Bríet í þjóðsögunni, líklega hefur pilturinn verið
sonur þeirra.
1737
8. Séra Brynjólfur Halldórsson prófastur á
Kirkjubæ dauðrotaðist í lendingu á Keri 22.
ágúst.
Um 1750
9. Sigurður Eyjólfsson bóndi Surtsstöðum
drukknaði í Lagarfljóti.
Á seinni hluta 18. aldar
10. Þórey Bergþórsdóttir ung stúlka frá
Torfastöðum í Hlíð drukknaði í Jökulsá á Dal,
ókunnugt um ártal (sbr. Ættir Austf). Líklega
fædd um miðja öldina.
Ovíst ártal
11. Árni Brynjólfsson bóndi Syðri-Vík í
Vopnafirði drukknaði í Hallfreðarstaðalæk.
Árni var sonur séra Brynjólfs á Kirkjubæ.
119