Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Blaðsíða 110

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Blaðsíða 110
Múlaþing Bindindishúsið. Teikning Helgi Arngrímsson. ob var nokkuð drykkfelldur, en talinn góður karl og vandaður. Hann var einhendur og átti heima á Seyðisfirði. Sumarið 1906 var byggt nýtt skólahús er stóð til 1968. Húsið var úr tirnbri, vel vand- að og járnvarið. Aðalsmiðir voru Einar- sveinn Einarsveinsson frá Stakkahlíð, Sig- fús Pétursson frá Egilsseli í Fellurn og Ein- ar Sveinn Þorsteinsson frá Gilsárvöllum, en fleiri lögðu þar hönd að verki. Húsið var fyrst og fremst byggt sem skólahús, en í öðru lagi sem þinghús og fundahús og þar voru haldnar almennar skemmtisamkomur. Þar hafði Bindindisfé- lagið starfsemi sína þar til það var niðurlagt og stofnuð stúka og einnig fáum árum síðar ungmennafélag. I það gekk flest allt unga fólkið í sveitinni. Þá var bindindisfélagið úr sögunni eftir margra ára starf með góðum árangri. Þau ár sem eg var í félaginu vissi eg um einn mann sem braut vínbannið - suður á Seyðisfirði er Héraðsmenn tældu hann og báðu að segja sér fréttir frá Borgarfirði. Hann kærði sig sjálfur þegar heim kom og var sýknaður án sektargreiðslu fyrir hreinskilnina. Þegar eg var um fermingu um 1907 var stofnað glímufélag í hreppnum. Formaður var Jakob Sigurðsson. Hann var ágætur glímumaður, bæði lipur og harðfylginn sér, kunni öll glímubrögð og kenndi unglingum að nota þau drengilega. Jakob lærði að glíma á Akureyri. Flestir ungir menn í hreppnum niður undir fermingaraldur gengu í félagið. Glímufundir voru haldnir í skólahúsinu og glímt þar um helgar, einkum á laugardagskvöldum. Ymsir urðu góðir glímumenn, t.d. þeir bræður Jón og Einar Sveinn Þorsteinssynir, Agúst Ásgrímsson á Grund, Páll Sveinsson, Hallsteinn Sigurðs- son, Halldór Ármannsson o.fl. Allir sem vildu rnáttu horfa á glímuna, og voru oft margir eldri og yngri menn við- staddir. Við strákarnir voru spenntir fyrir glímunum, glímdum hverjir við aðra, fljótir að læra brögð og skella hver öðrum. Þegar fótboltinn kom til sögunnar lögðust glímur niður með öllu í firðinum. Ungmennafélag- ið hafði á stefnuskrá sinni allar almennar íþróttir, ekki síst fótboltaleiki sem þreyttir voru af miklu kappi. Þeir bestu voru taldir bræðurnir Eyjólfur og Sigurður Hannessyn- ir og Hallsteinn Sigurðsson á Bakka. I ungmennafélaginu voru mestir fram- ámenn þeir bræður Eyjólfur og Sigurður á Bjargi, Hallsteinn á Bakka, bræðurnir Steinólfur og Sigvarður Benediktssynir, Halldór Ásgrímsson Grund, Jón Bjömsson Steinholti, Steinn Magnússon Bakkagerði, bræðumir Runólfur og Björgvin á Bakka- gerði, Sveinn Guðmundsson Hól og kenn- aramir Þorsteinn M. Jónsson og Jón Jó- hannesson að ógleymdum Olafi Gíslasyni verslunarstjóra á Eyrinni er dvaldi þar átta ár. Þessir menn ásamt mörgum fleiri, bæði stúlkum og piltum gengust fyrir öllu skenrmtanalífi, íþróttum, m.a. fótboltaleikj- um nrörg ár á Borgarfirði. Á hverjum vetri um hátíðaleytið var efnt til leiksýninga sem voru vel sóttar af hreppsbúum og stundum kom fólk af Hér- aði á leiksýningarnar þegar tíð var góð. Hér 108
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.