Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Page 110
Múlaþing
Bindindishúsið. Teikning Helgi Arngrímsson.
ob var nokkuð drykkfelldur, en talinn góður
karl og vandaður. Hann var einhendur og
átti heima á Seyðisfirði.
Sumarið 1906 var byggt nýtt skólahús er
stóð til 1968. Húsið var úr tirnbri, vel vand-
að og járnvarið. Aðalsmiðir voru Einar-
sveinn Einarsveinsson frá Stakkahlíð, Sig-
fús Pétursson frá Egilsseli í Fellurn og Ein-
ar Sveinn Þorsteinsson frá Gilsárvöllum, en
fleiri lögðu þar hönd að verki.
Húsið var fyrst og fremst byggt sem
skólahús, en í öðru lagi sem þinghús og
fundahús og þar voru haldnar almennar
skemmtisamkomur. Þar hafði Bindindisfé-
lagið starfsemi sína þar til það var niðurlagt
og stofnuð stúka og einnig fáum árum síðar
ungmennafélag. I það gekk flest allt unga
fólkið í sveitinni.
Þá var bindindisfélagið úr sögunni eftir
margra ára starf með góðum árangri. Þau ár
sem eg var í félaginu vissi eg um einn mann
sem braut vínbannið - suður á Seyðisfirði er
Héraðsmenn tældu hann og báðu að segja
sér fréttir frá Borgarfirði. Hann kærði sig
sjálfur þegar heim kom og var sýknaður án
sektargreiðslu fyrir hreinskilnina.
Þegar eg var um fermingu um 1907 var
stofnað glímufélag í hreppnum. Formaður
var Jakob Sigurðsson. Hann var ágætur
glímumaður, bæði lipur og harðfylginn sér,
kunni öll glímubrögð og kenndi unglingum
að nota þau drengilega. Jakob lærði að
glíma á Akureyri. Flestir ungir menn í
hreppnum niður undir fermingaraldur
gengu í félagið. Glímufundir voru haldnir í
skólahúsinu og glímt þar um helgar, einkum
á laugardagskvöldum. Ymsir urðu góðir
glímumenn, t.d. þeir bræður Jón og Einar
Sveinn Þorsteinssynir, Agúst Ásgrímsson á
Grund, Páll Sveinsson, Hallsteinn Sigurðs-
son, Halldór Ármannsson o.fl.
Allir sem vildu rnáttu horfa á glímuna,
og voru oft margir eldri og yngri menn við-
staddir. Við strákarnir voru spenntir fyrir
glímunum, glímdum hverjir við aðra, fljótir
að læra brögð og skella hver öðrum. Þegar
fótboltinn kom til sögunnar lögðust glímur
niður með öllu í firðinum. Ungmennafélag-
ið hafði á stefnuskrá sinni allar almennar
íþróttir, ekki síst fótboltaleiki sem þreyttir
voru af miklu kappi. Þeir bestu voru taldir
bræðurnir Eyjólfur og Sigurður Hannessyn-
ir og Hallsteinn Sigurðsson á Bakka.
I ungmennafélaginu voru mestir fram-
ámenn þeir bræður Eyjólfur og Sigurður á
Bjargi, Hallsteinn á Bakka, bræðurnir
Steinólfur og Sigvarður Benediktssynir,
Halldór Ásgrímsson Grund, Jón Bjömsson
Steinholti, Steinn Magnússon Bakkagerði,
bræðumir Runólfur og Björgvin á Bakka-
gerði, Sveinn Guðmundsson Hól og kenn-
aramir Þorsteinn M. Jónsson og Jón Jó-
hannesson að ógleymdum Olafi Gíslasyni
verslunarstjóra á Eyrinni er dvaldi þar átta
ár. Þessir menn ásamt mörgum fleiri, bæði
stúlkum og piltum gengust fyrir öllu
skenrmtanalífi, íþróttum, m.a. fótboltaleikj-
um nrörg ár á Borgarfirði.
Á hverjum vetri um hátíðaleytið var efnt
til leiksýninga sem voru vel sóttar af
hreppsbúum og stundum kom fólk af Hér-
aði á leiksýningarnar þegar tíð var góð. Hér
108