Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Blaðsíða 149
Gengið yfir fjöllin 1940
Þessi hópmynd af nemendum í M.A. er tekin af ókunnum Ijósmyndara á Akureyri setmilega vorið 1944.
Þarna eru nokkrir róttœklingar þess tíma, sem kreppa hnefann til að hnykkja á vígorðinu Rot Front. Með
þeim eru fjórir samúðarfullir skólabrœður, sem ekki kreppa hnefann.
Taliðfrá vinstri: Bjarni Benediktssonfrá Hofteigi, rithöfundur, látinn; Karl Jónassonfrá Reykjavík, prentari
og prentsmiðjueigandi; Magnús Torfi Olafsson frá Lambavatni á Rauðasandi, fyrrv. alþ.m. og ráðherra;
Olafur Júlíussonfrá Akureyri, byggingarfrœðingur og meðeigandi í Teiknistofunni sf; Sigvaldi Þorsteinsson
frá Ljárskógaseli í Dölum, lögfrœðingur og fyrrv. framkvœmdarstjóri Islenska vöruskiptafélagsins sf;
Halldór Gunnlaugsson frá Vestmannaeyjum, teiknari, síðast auglýsingastjóri hjá S.H. í Bandaríkjunum,
látinn; Sigurður Blöndalfrá Hallormsstað, skógfrœðikandídat ogfyrrv. skógrœktarstjóri; Guðmundur Helgi
Þórðarson frá Hvammi á Völlum, læknir og fyrrv. heilsugœslulceknir; Indriði Pálsson frá Siglufirði,
lögfrœðingur og fyrrv. forstjóri Skeljungs hf. og núverandi stjórnarformaður Eimskipa.
Þau hjón tóku forkunnar vel á móti okk-
ur. Okkur var fyrst boðið til kaffidrykkju og
síðan í mat, og veitingar höfðinglegar og
viðmót allt hið elskulegasta. Milli máltíða
skemmti Jón okkur með orgelleik og söng,
og tók hópurinn undir. Þess á milli sagði
hann okkur frá lífi sínu og athöfnum. Hann
hafði verið organisti í Möðrudalskirkju,
samið lög og að sjálfsögðu sungið. Hann
hafði rödd, sem lá hærra en þær raddir, sem
við höfðum áður heyrt, og fannst sumum
nóg um. Auk þess fékkst hann við myndlisl
og sýndi okkur myndir eftir sig. Hann var
smiður á tré og jám og söðlasmiður og fleira.
147