Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Qupperneq 106
Múlaþing
unni meðfram bæjarlæknum og niður af
bænum, blettir sem gáfu af sér fáeina bagga
á ári.
Veturinn 1903 var hjá okkur kennari
mánaðartíma, Runólfur Sigurðsson í Jór-
víkurhjáleigu. Hann var skemmtilegur karl
og góður kennari. Tveir drengir af Bakka-
gerði voru á Nesi þennan kennslutíma, Jón
Árnason í Bakkakoti og Gísli Benediktsson
Hjallhól. Þeir voru jafnaldrar Þuru systur
og þetta var fermingarvetur þeirra. Þeir
Andrés og Siggi í Geitavík gengu á skólann
eins og áður. Næsta vetur kenndi okkur Jón
Jóhannesson er bjó þá á Árbakka með móð-
ur sinni Finnu Marteinsdóttur.
Á hvítasunnudag 1902 fór eg í fyrsta
sinn í kirkju. Þá var Halldór á Nesi fermd-
ur ásamt fleiri börnum, mig rninnir níu eða
tíu. Það var í fyrsta sinn sem fermt var í
kirkjunni sem byggð var árið áður á Bakka-
gerði og stendur enn þann dag í dag. Áður
var kirkjan á Desjarmýri, prestsetrinu. Nýja
kirkjan var fullsmíðuð, en ómáluð utan og
innan. Prestur var Einar Vigfússon á
Desjarmýri, nokkuð gamall. Hann fór þetta
sumar til Ameríku ásamt fjölskyldu sinni.
Auk hans fóru vestur þetta sumar tvær fjöl-
skyldur og Vilborg Einarsdóttir síðar
tengdamóðir mín með börnin nema Val-
gerði og Björgvin, en hann fór 1924. Val-
gerður vildi fara með móður sinni, en amma
hennar og fóstra, Ólöf Jónsdóttir, vildi ekki
að hún færi meðan hún væri á lífi. Þegar
Ólöf dó var Valgerður gift og búsett á
Snotrunesi og búin að eignast þrjú börn
með manni sínum Andrési og minntist
aldrei á að fara vestur eftir það. En hún
hafði bréfasamband við fólk sitt eftir að það
fluttist vestur. Það lét vel af sér og bjó við
góða afkomu. Valgerður missti föður sinn
sjö ára að aldri. Hann drukknaði af báti við
Lagarfljótsós 1899 ásamt þrem mönnum
öðrum frá Borgarfirði.
Þegar pabbi flutti í Nes með fjölskyldu
sína, þá var starfandi félag hér í sveitinni er
nefnt var Bindindisfélag. I þessu félagi var
flestallt ungt og ógift fólk í sveitinni og auk
þess margir bændur sem höfðu áhuga á að
forðast áfengisdrykkju er gæti haft í för
með sér ýmsa erfiðleika og ómenningu þar
sem vín væri mikið haft um hönd á heimil-
um og samkomustöðum og jafnvel á ferða-
lögum bæði á sjó og landi. Víni var oft
kennt um ef slys urðu á mönnum á ferða-
lögum, einkum þó á sjó. Tveir árabátar frá
Borgarfirði höfðu farist með allri áhöfn,
annar með fimm mönnum frá Nesi, Geita-
vík og Höfn, en hinn frá Breiðuvík með sex
mönnum. Talið var að báðar áhafnimar
hefðu verið undir áhrifum víns er þeir lögðu
frá landi og vel nestaðir af áfengi.
Bindindisfélagið hafði fundi og dans-
leiki í bamaskólahúsi, svonefndu Bindind-
ishúsi, neðan við Svínalækinn og utan við
götuna. Þetta var timburhús portbyggt,
heldur lítið og með íbúð á lofti fyrir kenn-
ara. Einn salur var niðri með tveim glugg-
um á hvorri hlið, inngangur á suðurstafni. I
þessu húsi voru hafðir allir hreppsfundir og
skemmtisamkomur í sveitinni er frekar var
lítið um á þeim árum nema þegar félagið
hafði fundi. Þá var ævinlega dansað á eftir
fundum. Aðalfundur var þó einu sinni á ári
fyrri part vetrar. Þá voru kaffiveitingar með
alls konar gómsætu brauði sem félagið stóð
straum af. Uppi á loftinu var tvisvar veitt
kaffi yfir nóttina, því að dansað var fram á
bjartan dag með miklu fjöri.
Þegar eg var 10 ára gamall fékk eg þá
flugu í höfuðið að ganga í Bindindisfélagið.
Eg átti 25 aura sem eg fann eða mér höfðu
verið gefnir og ætlaði að kaupa fyrir þá spil
eða smákerti. Það mátti kaupa ýmislegt
fyrir 25 aura á þeim árum. Ársgjald í félag-
ið var 25 aurar fyrir börn innan fermingar,
fyrir kvenfólk 75 aurar og fyrir karlmenn
104