Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Qupperneq 106

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Qupperneq 106
Múlaþing unni meðfram bæjarlæknum og niður af bænum, blettir sem gáfu af sér fáeina bagga á ári. Veturinn 1903 var hjá okkur kennari mánaðartíma, Runólfur Sigurðsson í Jór- víkurhjáleigu. Hann var skemmtilegur karl og góður kennari. Tveir drengir af Bakka- gerði voru á Nesi þennan kennslutíma, Jón Árnason í Bakkakoti og Gísli Benediktsson Hjallhól. Þeir voru jafnaldrar Þuru systur og þetta var fermingarvetur þeirra. Þeir Andrés og Siggi í Geitavík gengu á skólann eins og áður. Næsta vetur kenndi okkur Jón Jóhannesson er bjó þá á Árbakka með móð- ur sinni Finnu Marteinsdóttur. Á hvítasunnudag 1902 fór eg í fyrsta sinn í kirkju. Þá var Halldór á Nesi fermd- ur ásamt fleiri börnum, mig rninnir níu eða tíu. Það var í fyrsta sinn sem fermt var í kirkjunni sem byggð var árið áður á Bakka- gerði og stendur enn þann dag í dag. Áður var kirkjan á Desjarmýri, prestsetrinu. Nýja kirkjan var fullsmíðuð, en ómáluð utan og innan. Prestur var Einar Vigfússon á Desjarmýri, nokkuð gamall. Hann fór þetta sumar til Ameríku ásamt fjölskyldu sinni. Auk hans fóru vestur þetta sumar tvær fjöl- skyldur og Vilborg Einarsdóttir síðar tengdamóðir mín með börnin nema Val- gerði og Björgvin, en hann fór 1924. Val- gerður vildi fara með móður sinni, en amma hennar og fóstra, Ólöf Jónsdóttir, vildi ekki að hún færi meðan hún væri á lífi. Þegar Ólöf dó var Valgerður gift og búsett á Snotrunesi og búin að eignast þrjú börn með manni sínum Andrési og minntist aldrei á að fara vestur eftir það. En hún hafði bréfasamband við fólk sitt eftir að það fluttist vestur. Það lét vel af sér og bjó við góða afkomu. Valgerður missti föður sinn sjö ára að aldri. Hann drukknaði af báti við Lagarfljótsós 1899 ásamt þrem mönnum öðrum frá Borgarfirði. Þegar pabbi flutti í Nes með fjölskyldu sína, þá var starfandi félag hér í sveitinni er nefnt var Bindindisfélag. I þessu félagi var flestallt ungt og ógift fólk í sveitinni og auk þess margir bændur sem höfðu áhuga á að forðast áfengisdrykkju er gæti haft í för með sér ýmsa erfiðleika og ómenningu þar sem vín væri mikið haft um hönd á heimil- um og samkomustöðum og jafnvel á ferða- lögum bæði á sjó og landi. Víni var oft kennt um ef slys urðu á mönnum á ferða- lögum, einkum þó á sjó. Tveir árabátar frá Borgarfirði höfðu farist með allri áhöfn, annar með fimm mönnum frá Nesi, Geita- vík og Höfn, en hinn frá Breiðuvík með sex mönnum. Talið var að báðar áhafnimar hefðu verið undir áhrifum víns er þeir lögðu frá landi og vel nestaðir af áfengi. Bindindisfélagið hafði fundi og dans- leiki í bamaskólahúsi, svonefndu Bindind- ishúsi, neðan við Svínalækinn og utan við götuna. Þetta var timburhús portbyggt, heldur lítið og með íbúð á lofti fyrir kenn- ara. Einn salur var niðri með tveim glugg- um á hvorri hlið, inngangur á suðurstafni. I þessu húsi voru hafðir allir hreppsfundir og skemmtisamkomur í sveitinni er frekar var lítið um á þeim árum nema þegar félagið hafði fundi. Þá var ævinlega dansað á eftir fundum. Aðalfundur var þó einu sinni á ári fyrri part vetrar. Þá voru kaffiveitingar með alls konar gómsætu brauði sem félagið stóð straum af. Uppi á loftinu var tvisvar veitt kaffi yfir nóttina, því að dansað var fram á bjartan dag með miklu fjöri. Þegar eg var 10 ára gamall fékk eg þá flugu í höfuðið að ganga í Bindindisfélagið. Eg átti 25 aura sem eg fann eða mér höfðu verið gefnir og ætlaði að kaupa fyrir þá spil eða smákerti. Það mátti kaupa ýmislegt fyrir 25 aura á þeim árum. Ársgjald í félag- ið var 25 aurar fyrir börn innan fermingar, fyrir kvenfólk 75 aurar og fyrir karlmenn 104
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178
Qupperneq 179
Qupperneq 180

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.