Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Page 147
Guðmundur Helgi Þórðarson
Gengið yfir fjöllin
1940
Um miðjan maí 1940 tóku sig til
nokkrir Austfirðingar, sem lokið
höfðu prófi upp úr 1. og 2. bekk
Menntaskólans á Akureyri og ákváðu að
fara gangandi frá Akureyri austur á Hérað.
Ferðir á milli landsfjórðunga voru strjálar á
þessum árum. Aætlunarferðir voru með
bílum milli Akureyrar og Austurlands að
sumrinu, en þær hófust ekki fyrr en í júní.
Strandferðir voru á tveggja til þriggja vikna
fresti, og slík ferð gat tekið marga daga.
Kannske er réttara að segja, að hópurinn
hafi ferðast á puttanum, því að það var í
upphafi gert ráð fyrir að okkur yrði ekið á
bíl lengri eða skemmri leið, eftir því sem
færi leyfði, en fjallvegir voru flestir ófærir
bflum vegna snjóa.
Þátttakendur í þessari ferð voru Einar
Bragi Sigurðsson Eskifirði, Sigurður Blön-
dal Hallormsstað, Guðmundur Helgi Þórð-
arson Hvammi, Fjalar Sigurjónsson Kirkju-
bæ, Jón Egill Sveinsson Egilsstöðum, Hall-
grímur Einarsson Fjallsseli og Sigurður
Jónsson Böðvarsdal, Yopnafirði. Stefán
Halldór Einarsson var áttundi í hópnum, en
varð eftir á Grímsstöðum.
Einhverjir framtakssamir menn úr hópn-
um höfðu haft símasamband við Reykjahlíð
í Mývatnssveit og beðið um bíl á móti okk-
ur svo langt sem færi leyfði.
Lagt var upp frá Akureyri snemma
morguns í leigubíl frá BSA. Það reyndist
bílfært langleiðina upp á vestari brún Vaðla-
heiðar, en þar var enn snjór á veginum, sem
hindraði frekari ökuferð. Var því borgað
fyrir sig, bílstjórinn kvaddur og síðan geng-
ið af stað yfir Vaðlaheiði og komið niður
hjá Skógum. Síðan var farið sem leið lá yf-
ir Fnjóskárbrú, framhjá prestsetrinu á Hálsi
og suður Ljósavatnsskarð. Veður var gott
og færi sæmilegt, vegir þurrir en bleyta í
melum. Það var létt yfir mönnum og gang-
an sótt fast. Við komum við á Minni-Tjörn-
um í Ljósavatnsskarði, fengum þar drykk
við þorstanum og spurðum almæltra tíð-
inda. Þar fengum við að vita, að ekki væri
bílfært lengra en að Krossi syðst í Ljósa-
vatnsskarði.
Við komum svo að Krossi að áliðnum
degi. Þar voru þá fyrir Illugi Jónsson í
Reykjahlíð og Sigurður bóndi á Fosshóli á
vörubíl með tvöföldu húsi sem rúmaði allan
Sigurður Blöndal (t.v.) og Guðmundur Helgi Þórðarson (t.h.) voru herbergisfélagar alla skólaveruna í
M.A. 1940-1945. Þessa mynd tók ókunnur Ijósmyndari, þegar þeir voru í 5. eða 6. bekk.
145