Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Page 122
Múlaþing
1809-1816
12. Bam frá Surtsstöðum
villtist frá bæ og fundust bein
þess inn á Laxárdal, óvíst hvaða
ár (sbr. Isl. þjs. og sagnir Sig-
fúsar Sigfússonar).
1811
13. Sigfús Sigfússon bóndi
Galtastöðum út varð úti 15.
febrúar, 57 ára.
14. Guðmundur Tunisson bóndi Heiðarseli
varð úti í sama veðri 42 ára (sjáÆttir Austf, Isl.
þjs. og sagnir Sigfúsar Sigfússonar og Annál 19.
aldar).
15-16. Tveir vinnumenn frá Sleðbrjót, Egill
Jónsson 19 ára og Högni Hávarðsson 17 ára
urðu úti í fyrmefndu veðri. Þeir gættu tjár á beit-
arhúsum í Másseli, hrakti undan veðrinu og
fundust lík þeirra fyrir utan Litla-Bakka í Tungu.
(.Annáll 19. aldar, Ættir Austf, Isl. þjs. og sagn-
ir Sigfúsar Sigfússonar)
1817
17. Þuríður Jónsdóttir, fædd um 1769, hér-
villingur, ómagi, fór um, varð úti 10. febrúar.
18. Halldór Jónsson bóndi Litla-Bakka (frá
Vogum í Mývatnssveit), fæddur um 1757,
drukknaði í Kaldá 19. ágúst. Þá kvað Hermann
íFirði:
Halldór snilldar veldis völdum
vildi ei halda
höldi gildum Kaldá kældi
kvöldaði snilld því aldan tældi
Halldór bjó áður á Hauksstöðum á Jökuldal
og víðar (ath. Halldór bjó í Vogum 1801, sjá Isl.
þjs. og sagnir Sigfúsar Sigfússonar).
1818
19. Halldóra Jónsdóttir ógift kvenpersóna á
Sleðbrjót, fædd um 1740, varð úti í kafaldshríð
1. mars (sjá Prestþj.b. og Skrif-
arinn á Stapa).
1820
20-21. Guðrún Magnúsdótt-
ir, fædd um 1801 og Ólafur
Jónsson, fæddur um 1793
vinnuhjú á Kirkjubæ, urðu úti í
áhlaupabyl á Hellisheiði 14.
febrúar.
Þau munu hafa verið á heimleið
af Vopnafirði.
22. Sólrún Steingrímsdóttir, fædd um 1780,
húsfreyja Rjúpnafelli, Vopnafirði, varð úti á
Smjörvatnsheiði 15. aprfl. Jarðsett í Hofteigi.
1822
23. Séra Sigfús Arnason, fæddur 21. sept.
1790, aðstoðarprestur Dvergasteini drukknaði í
Lagarfljóti 1. október (sbr. Isl. Æviskrár).
1825
24. Eiríkur Jónsson frá Bót, fæddur um
1802, drukknaði í Rangánni 7. júlí, 23 ára.
1826
25. Jón Bjarnason bóndi Sleðbrjótsseli,
fæddur um 1794, varð úti 3. desember.
1829
26. Einar Einarsson bóndi Fremraseli, fædd-
ur um 1800, drukknaði í Lagarfljóti 10. mars.
Jarðaður á Asi.
1830
27. Hildibrandur Kristjánsson 6 ára, Stóra-
Steinsvaði drukknaði í bæjarlæknum þar 2. júní.
1831
28. Jóhanna Jónsdóttir hreppsómagi Foss-
völlurn drukknaði í Laxá 1. aprfl.
29. Jens Níelsson 24 ára vinnumaður Kirkju-
bæ drukknaði í Lagarfljóti 26. apríl.
Dánarorsök Drukknun 41
Varð úti 25
Hrap 1
Snjóflóð 2
Fall af hesti 1
Bruni 1
120