Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Síða 75
Haugbúinn við Þórisá
940. Dóttursonur hans, Brodd-Helgi Þor-
gilsson á Hofi í Vopnafirði, er samkvæmt
annálum drepinn 974.
Lúðvík Ingvarsson telur í bók sinni Goð-
orð og goðorðsmenn að Helgi hafi verið
fæddur um 935 og móðir hans um 920.
Þegar litið er á þær niðurstöður, sem ég
rakti hér fyrr, og byggðar á niðurstöðum
rannsókna á peningnum úr kumlinu og bein-
um haugbúans, kemur tæpast til greina að
þar séu leifar Þóris Graut-Atlasonar.
Annar Þórir var uppi á Fljótsdalshéraði á
ofanverðri 10 öld, mannsaldri yngri en Þórir
Graut-Atlason. Þetta var Þórir sonur Hrafn-
kels Hrafnssonar, eða Hallfreðarsonar, á Að-
albóli. Tvennum sögum fer nefnilega af
föðumafni Hrafnkels. Landnáma segir hann
Hrafnsson, og að hann hafi komið út „síð
landnámatíðar“23. „Brandkrossa þáttur“ er
samhljóða Landnánm og þiggur trúlega
heimild sína þaðan24. Hrafnkels saga Freys-
goða nefnir föður Hrafnkels Hallfreð25. All-
ar heimildir um Hrafnkel geta þess að hann
hafi komið út í Breiðdal, þar hafi hann haft
viðdvöl í einn vetur en síðan áð í Skriðdal,
rétt til að festa blund, og forða sér undan
skriðufalli. Allar heimildir um sonarsyni
Hrafnkels telja þá hafa búið austan Lagar-
fljóts. Helgi Asbjamarson bjó á Oddstöðum
og Mjóanesi í Skógum og Eiðum í Eiðaþing-
há og átti vini og tengdamenn í Skriðdal.
Hrafnkell er talinn hafa búið á Hrafnkels-
stöðum í Fljótsdal og Hafursá í Skógum.
Búseta feðra þeirra Asbjarnar og Þóris leikur
nokkuð á tveimur tungum.
Öllum sögum ber þó saman um að annar
þeirra hafi tekið við staðfestu föður síns á Að-
albóli, en hinn hafi búið austan við Fljót og
tekið þar við eignum og völdum föður síns.
Eins og fyrr greinir segir Hrafnkels saga að
völd Hrafnkels hafi náð um Velli, Skóga og
upp í Skriðdal. Eg tel óyggjandi að Hrafn-
kell landnámsmaður hafi haft völd og átt
eignir á því svæði sem í dag nær yfir Valla-
hrepp, Skriðdal og hluta af Fljótsdal. Sonar-
synir hans, Helgi Asbjamarson og Hrafnkell
Þórisson, em nafnkenndir menn og Hrafnkell
er væntanlega sá sem goðanafnið festist við.
Þeir búa báðir austan Lagarfljóts og eiga þar
jarðeignir. Hrafnkell sótti sér konu af góðum
ættum í fjarlæg héruð. Handritum Landnámu
ber ekki saman um hver hún hafi verið.
Sturlubók segir að hún hafi verið Þorbjörg
Svertingsdóttir, af kyni Molda-Gnúps í
Grindavík26. I Melabók er kona Hrafnkels
talin Vigdís dóttir Geirs goða í Úthlíð27. í
Þórðarbók er Vigdís talin tengdadóttir Hrafn-
kels28. Þótt álit um kvonfang Hrafnkels sé á
reiki er ljóst að hvor þeirra tveggja, sem
nefndar em konur Hrafnkels Þórissonar, bera
þess vitni að höfundur Landnámu hefur talið
hann í hópi meðal ættstærstu manna landsins.
Það eitt er sönnun þess að faðir hans, Þórir
Hrafnkelsson, hefur verið í röð mestu höfð-
ingja landsins þegar hann var á dögum. Með
allt þetta til hliðsjónar tel ég hægt að álykta að
það hafi verið Þórir Hrafnkelsson sem heygð-
ur var við Þórisá í Skriðdal fyrir eitt þúsund
og þrjátíu árum.
23 íslensk fornrit XXXIV bindi, Landnáma, bls. 299.
24 Islensk fornrit XI bindi, Brandkrossaþáttur, bls. 183.
25 Islensk fornrit XI bindi, Hrafnkels saga Freysgoöa, bls. 97.
26 íslensk fornrit XXXIV bindi, Landnáma, bls. 330-332.
27 íslensk fornrit XXXIV bindi, Landnáma, 218-219.
28 íslensk fornrit XXXIV bindi, Landnáma, 386-387.
73
L