Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Síða 75

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Síða 75
Haugbúinn við Þórisá 940. Dóttursonur hans, Brodd-Helgi Þor- gilsson á Hofi í Vopnafirði, er samkvæmt annálum drepinn 974. Lúðvík Ingvarsson telur í bók sinni Goð- orð og goðorðsmenn að Helgi hafi verið fæddur um 935 og móðir hans um 920. Þegar litið er á þær niðurstöður, sem ég rakti hér fyrr, og byggðar á niðurstöðum rannsókna á peningnum úr kumlinu og bein- um haugbúans, kemur tæpast til greina að þar séu leifar Þóris Graut-Atlasonar. Annar Þórir var uppi á Fljótsdalshéraði á ofanverðri 10 öld, mannsaldri yngri en Þórir Graut-Atlason. Þetta var Þórir sonur Hrafn- kels Hrafnssonar, eða Hallfreðarsonar, á Að- albóli. Tvennum sögum fer nefnilega af föðumafni Hrafnkels. Landnáma segir hann Hrafnsson, og að hann hafi komið út „síð landnámatíðar“23. „Brandkrossa þáttur“ er samhljóða Landnánm og þiggur trúlega heimild sína þaðan24. Hrafnkels saga Freys- goða nefnir föður Hrafnkels Hallfreð25. All- ar heimildir um Hrafnkel geta þess að hann hafi komið út í Breiðdal, þar hafi hann haft viðdvöl í einn vetur en síðan áð í Skriðdal, rétt til að festa blund, og forða sér undan skriðufalli. Allar heimildir um sonarsyni Hrafnkels telja þá hafa búið austan Lagar- fljóts. Helgi Asbjamarson bjó á Oddstöðum og Mjóanesi í Skógum og Eiðum í Eiðaþing- há og átti vini og tengdamenn í Skriðdal. Hrafnkell er talinn hafa búið á Hrafnkels- stöðum í Fljótsdal og Hafursá í Skógum. Búseta feðra þeirra Asbjarnar og Þóris leikur nokkuð á tveimur tungum. Öllum sögum ber þó saman um að annar þeirra hafi tekið við staðfestu föður síns á Að- albóli, en hinn hafi búið austan við Fljót og tekið þar við eignum og völdum föður síns. Eins og fyrr greinir segir Hrafnkels saga að völd Hrafnkels hafi náð um Velli, Skóga og upp í Skriðdal. Eg tel óyggjandi að Hrafn- kell landnámsmaður hafi haft völd og átt eignir á því svæði sem í dag nær yfir Valla- hrepp, Skriðdal og hluta af Fljótsdal. Sonar- synir hans, Helgi Asbjamarson og Hrafnkell Þórisson, em nafnkenndir menn og Hrafnkell er væntanlega sá sem goðanafnið festist við. Þeir búa báðir austan Lagarfljóts og eiga þar jarðeignir. Hrafnkell sótti sér konu af góðum ættum í fjarlæg héruð. Handritum Landnámu ber ekki saman um hver hún hafi verið. Sturlubók segir að hún hafi verið Þorbjörg Svertingsdóttir, af kyni Molda-Gnúps í Grindavík26. I Melabók er kona Hrafnkels talin Vigdís dóttir Geirs goða í Úthlíð27. í Þórðarbók er Vigdís talin tengdadóttir Hrafn- kels28. Þótt álit um kvonfang Hrafnkels sé á reiki er ljóst að hvor þeirra tveggja, sem nefndar em konur Hrafnkels Þórissonar, bera þess vitni að höfundur Landnámu hefur talið hann í hópi meðal ættstærstu manna landsins. Það eitt er sönnun þess að faðir hans, Þórir Hrafnkelsson, hefur verið í röð mestu höfð- ingja landsins þegar hann var á dögum. Með allt þetta til hliðsjónar tel ég hægt að álykta að það hafi verið Þórir Hrafnkelsson sem heygð- ur var við Þórisá í Skriðdal fyrir eitt þúsund og þrjátíu árum. 23 íslensk fornrit XXXIV bindi, Landnáma, bls. 299. 24 Islensk fornrit XI bindi, Brandkrossaþáttur, bls. 183. 25 Islensk fornrit XI bindi, Hrafnkels saga Freysgoöa, bls. 97. 26 íslensk fornrit XXXIV bindi, Landnáma, bls. 330-332. 27 íslensk fornrit XXXIV bindi, Landnáma, 218-219. 28 íslensk fornrit XXXIV bindi, Landnáma, 386-387. 73 L
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.