Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Page 168

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Page 168
Múlaþing manns, hafa því unnið á minjasafninu eftir að flutningar hófust í ágúst síðastliðnum en Egilsstaðabær bauð safninu þátttöku í atvinnuátaksverkefni sem er í gangi á vegum bæjarins. Þrír starfsmenn voru ráðnir til að vinna við safnið. Það voru Anna Fía Emilsdóttir, Björn Magni Bjömsson og Jóna Oskarsdóttir. Laun þeirra hafa verið greidd að mestu með styrkveitingu úr Atvinnuleys- istryggingasjóði. I lok nóvember var smiður, Skúli Magnússon, jafnframt ráðinn í fullt starf að safninu til að vinna við uppsetningu innréttinga í sýningarsal. Anna Fía og Björn Magni hafa unnið í fullu starfi við safnið en Jóna vinnur í hálfu starfi. Verksvið þessa starfsfólks fólst í flutningi og frágangi á munum safnsins. Munirnir voru hreinsaðir og tölvuskráðir samhliða flutningum. Aætlað er að atvinnuátaksverkefninu Ijúki í byrjun júní 1996, um það leyti er safn- ið verður opnað almenningi. Þessir aðilar munu vinna við frágang muna og undirbúning í sýningarsal fram að því. Meðal þess sem þurfti að þrífa voru baðstofuviðir frá Brekku í Jlróarstungu en baðstofan á bænum var tekin niður af starfsmönnum Þjóðminjasafnsins í september árið 1969. Hún var geymd á háalofti íbúðar- hússins á Skriðuklaustri. Þrífa þurfti hverja fjöl fyrir sig en húsið var tvær hæðir, með baðstofu á efri hæð. Akveðið var að reisa einungis baðstofuna upp í sýningarsal minjasafnsins, þar sem hún á að þjóna hlut- verki sýningarbása. Tölvuskráning, flokkun og pökkun muna hófst í nóvember 1995. Um áramót var búið að skrá um 500 muni en safnið á hátt á þriðja þúsund safngripa. Munirnir hafa verið flokkaðir eftir ákveðnu kerfi, jafnóð- urn og tölvuskráning hefur farið fram. Geymsla safnsins verður væntanlega tekin í notkun fljótlega á nýju ári en þar verður þeim munum, sem ekki eiga að vera á sýningum á næstunni, raðað upp samkvæmt skrán- ingarkerfinu. A þann hátt verða þeir aðgengilegir ef t.d. setja á upp minni sýningar í tengslum við ákveð- in verkefni, ef breyta á í sýningarsal og fleira. Hönnun á merki safnsins Sumarið 1995 var unnið að hönnun á merki fyrir minjasafnið. Hugmyndir voru uppi um að útlit merk- isins ætti að minna á muni sem væru upprunnir á Austurlandi en geymdir fjarri heimahögunum. Akvörð- un var tekin um að nota efsta hluta listaverksins er prýðir Valþjófsstaðahurðina svokölluðu. Fræðimenn telja að Valþjófsstaðahurðin hafi verið skorin út skömmu eftir aldamótin 1200. Hurðin til- heyrði Valþjófsstaðakirkju í Fljótsdal fram til ársins 1851, er hún var seld til Kaupmannahafnar fyrir nýja kirkjuhurð og tvo kertastjaka. Danir afhentu íslendingum síðan hurðina aftur á alþingishátíðinni árið 1930. Hvort hurðin stóð í dyrum kirkjunnar á Valþjófsstað frá upphafi er umdeilt, því ýmsir telja hana vera hurð af miklum skála er stóð lengi á Valþjófsstað. Hurðina má, án nokkurs vafa, setja í hóp merkustu dýrgripa sem varðveist hafa á íslandi. Hún er ekki einungis fræg fyrir háan aldur, heldur er það útskurðurinn sem vakið hefur hvað mesta athygli hérlendis sem erlendis en skreyti hennar þykir með afbrigðum vel unnið. Utskurður hurðarinnar myndar tvær kringlur. I efri kringlunni er franska ævintýrið um riddarann og ljónið rakið, sem upprunnið er úr riddarasögum miðalda. Sagan táknar baráttu góðs og ills, þar sem hið góða sigrar. I neðri kringlunni má sjá sköpunarsöguna í táknrænni mynd af ormum, sem fléttast saman. Ýmsir telja að kringlumar hafi verið þrjár talsins á hurðinni, sú þriðja neðan við hinar tvær, og að hurðin hafi verið stytt þegar ný kirkja, úr torfi og grjóti í stað timburs, var byggð á Valþjófsstað á fyrri hluta 18. aldar. 166
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.