Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Side 142
Múlaþing
Jón Baldvinsson.
ir aðgöngumiða og ætlar að ganga inn í
danssalinn, en þá neitaði Vilhelm honum
unr inngöngu. Ut af þessu verður mikil
orðasenna, sem endar með því að Vilhelm
tekur upp kylfu, en það skiptir þá engum
togum að sá drukkni stekkur undir Vilhelm
svo að hann nær ekki til að slá með henni.
Rétt í þessu komu margir ungir menn að og
réðust á Vilhelm. Jón Baldvinsson lög-
regluþjónn, sem var inni í salnum þegar
þetta gerðist, kom nú fram Vilhelm til að-
stoðar, en er þá strax sleginn í rot. Verða nú
þama átök mikil og komust færri að en
vildu, og er ekki að orðlengja það að Vil-
helm var dreginn niður tvo stiga, en allt
gekk þetta seint fyrir sér, því bæði var Vil-
helm karlmenni mikið og gat iðulega náð í
handrið stigans og haldið sér þar.
Að endingu tókst hópnum þó að koma
Vilhelm út á steyptan afgirtan pall fyrir ut-
an húsið og kasta honum þar fram af. Hæð-
in á pallinum frá jörðu var um tveir og hálf-
ur metri, svo að fallið hefur verið mikið og
var frosin grjóturð undir. Svarta myrkur var
úti og sást illa hvað gerðist fyrir neðan pall-
inn. Þá gerist það að einn úr hópnum sting-
ur sér eins og til sunds á eftir Vilhelm nið-
ur, og lendir á baki hans, því Vilhelm var
ekki staðinn upp eftir fallið, annars hefði
maður þessi stórslasast. Þegar Vilhelm
komst á fætur, dregur hann upp skamm-
byssu úr vasa sínum og skýtur tveim skot-
um af handahófi á fólkið, sem var fyrir utan
dymar. Síðan gengur hann upp á veginn við
húsið, og skipar fólkinu senr þar var, að fara
burtu, en enginn hreyfir sig. Skaut Vilhelm
þá aftur þrem skotum niður í freðna jörðina
á milli sín og fólksins og sáust vel blossam-
ir og sandurinn af götunni þeyttist í allar átt-
ir. Ekki var gerð tilraun til að ráðast á Vil-
helm aftur, enda fór hann fljótlega af staðn-
um og heim til bæjarfógeta og tjáði honum
hvemig komið væri. Fógetinn snarast strax
í sinn einkennisbúning og fer með Vilhelm
á samkomuna, en þá var að mestu leyti
kyrrð komin á.
Lét nú fógeti þá Vilhelm og Jón fara til
læknis en tók sjálfur við lögreglueftirliti á
samkomunni, sem fór vel fram úr því.
Fjórir menn hlutu áverka eftir skotárás-
ina, en enginn lífshættulega. Einn hruflað-
140