Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Side 93
Andrés Björnsson
Bemsku- og æskuár
í Borgarfirði
I Múlaþingi 19 er á bls. 140-148 frásögn um búferlaflutninga frá Staffelli í Fellum til Borgarfjarðar eftir
Andrés Bjömsson frá Snotrunesi. Andrés skrifaði ýmislegt fleira um fólk og hætti á Nesi og í firðinum,
og fer hér á eftir framhald ferðasögunnar, þar sem hann segir frá búskap föður síns og ýmsu öðm frá
fyrstu ámm aldarinnar, m.a. félags- og skemmtanalífi. Hann byrjar á veðurfari og vinnu, en kemur brátt
að þeim vorverkum sem hann tók sjálfur þátt í.
s
árunum kringum aldamótin áttu
margir við erfiðleika að búa á einn
og annan hátt, einkum í slæmu ár-
ferði. Þá misstu bændur stundum af bú-
stofni sínum, einkum unglömb á vorin.
Vorið 1892 sagðist Ármann Egilsson, mót-
býlismaður okkar á Nesi, hafa misst öll sín
lömb. Þá var allt fullt af hafís, bæði firðir
og flóar, og allir Borgfirðingar urðu hey-
lausir og urðu margir þeirra að reka fé sitt í
Hérað. Kýr voru látnar út á gráa sinu átta
vikur af sumri (um 10. júní).
Pabbi og Helgi vinnumaður hans höfðu
nóg að starfa aldamótavorið. Þeir byrjuðu á
að rífa hesthúskofann á Neðrihjáleigunni og
byggja hesthús fyrir fjóra hesta. Kýmar
voru hafðar þar á sumrin.
Það tók langan tíma á vorin að taka upp
svörðinn bæði heima og inni á Geitavíkur-
bökkum og flytja hann í laupum á hestum á
þurrkvöll. Það var ljóta vinnan og leiðin-
*eg- Eg held að fyrsta kerra hafi komið á
Borgarfjörð 1905, hana átti búnaðarfélagið.
Pabbi var félagsmaður og notaði kerruna
eftir að hún kom til að koma sverðinum á
þurrkvöll eins og margir fleiri.
Jón bróðir kom hálfum mánuði á eftir
okkur með ærnar frá Staffelli í Nes. Hann
var marga daga á leiðinni, þurfti að fara
hægt yfir með lambféð og gæta þess að of-
þreyta ekki yngstu lömbin á þessari löngu
leið. Öll vötn, lækir, ár og stórvötn, voru
óbrúuð og varð að ferja yfir bæði fljótin.
Eftir einn eða tvo daga var farið að stía
ánum, það var venja að stía í eina viku á
undan fráfærum. Stekkurinn var á Land-
sendanum og sést enn móta fyrir honum.
Stekkur var eins og venjuleg fjárrétt, hlað-
inn úr torfi og grjóti, en framan við vegginn
var löng og mjó kró og þak yfir úr timbri og
torfi. Dyr með hurð voru úr stekknum yfir í
króna er kölluð var lambastekkur. Mikið
þótti mér gaman að taka lömbin og draga
þau í klofinu inn í lambastekkinn. Þegar
91