Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Síða 42
Múlaþing
Nokkur skörð sem fær voru gangan-
gangandi mönnum, en voru ekki talin með
venjulegum leiðum, talin að utan:
Halaklettsskarð er milli Halakletts og
Reyðar. Urðarskarð, milli Reyðar og
Sandfells, var stundum farið frá' Vattamesi.
Síuskarð er milli Skarðshnjúks og Sóleyj-
artinds. Sóleyjarskarð er milli Sóleyjar-
tinds og Spjararfjalls. Engihjallaskarð er
milli Spjararfjalls og Grákolls. Kolmúla-
skarð er nokkuð fyrir innan Grákoll.
Rolluskörð eru innan við Kerlingarfjallið.
Lambaskarð
Leiðin er frá Dölum í Fáskruðsfirði að
Gilsá eða Hlíðarenda í Breiðdal. Best er að
fara inn sunnan við Dalsána og neðan við
Þvergilin og í mynni Lambadalsins sem er á
milli Kambfells og Lambatinds. Síðan er
farið upp utan við Lambadalsá, sem rennur
eftir dalnum og í skarðið sem er á milli Vað-
homa og Lambafells og er þá komið í Gils-
árdalinn í Breiðdal og er þá auðratað til
bæja. Leiðin var ekki fjölfarin og ekki
vörðuð, u.þ.b. fjögurra tíma gangur.
Reindalsheiði
Fjögurra stunda lestargangur milli bæj-
anna Gilsár í Breiðdal og Tungu í Fáskrúðs-
firði.
Leiðin var nokkuð fjölfarin meðan
Breiðdælingar sóttu verslun að Búðum í Fá-
skrúðsfirði svo sem með fjárrekstra, ullar-
lestir, rjúpur til innleggs, læknisþjónustu og
fleira. Leiðin var nokkuð greiðfær meðan
hestagötum var haldið við. Heiðin
sjálf allvel vörðuð og voru vörður í sæmi-
legu lagi fram undir 1940 en höfðu hrömað
rnjög 25 til 30 árum seinna.
Götur lágu frá Tungu inn Tungudal
norðan við Tungudalsá inn að Heiðarvaði
en þar var farið suður yfir ána og inn
Löngumela. Inn við Bröttubrekku var aftur
farið yfir ána væri verið með hesta (norður
yfir). Gangandi fóru menn ekki yfir heldur
upp Bröttubrekku, sunnan ár. Gjaman var
þá farið upp svokallaða Göngugjót. Leið
með hesta lá síðan upp Bröttubrekku norð-
an við Svartagil. Þar fellur Launá ofan í
Tungudal og heitir eftir það Tungudalsá.
Þegar komið var upp fyrir Svartagil var
þverbeygt suður Hjallann (alltaf nefndur
svo) og var þá komið að fyrstu vörðunni
sem sést vel ennþá. Þar komu leiðir gang-
andi og ríðandi aftur saman. Leiðin lá eftir
Hjallanum um það bil fyrir botn dalsins en
þá var þverbeygt og nú til vesturs og lá þá
leiðin upp Dokkina, upp í heiðarskarðið
sem er á milli Heiðarhnúks að vestan og
Njáls og Beru að austan. Þegar halla fer
niður Breiðdalsmegin er komið í Fossdal
sem er austanvert í Gilsárdal. Þar er farið
niður um Steinhjalla og síðan Afangahjalla.
Um Reindalsheiði er nokkuð ritað í
Breiðdælu.
Launárskarð
Launárskarð er á milli Heiðarhnúks og
Launárfellsins sem er fyrir botni Tungu-
dalsins, sunnan við Vaðhomin. Fyrir gang-
andi menn sem ætluðu í Þorvaldsstaði lá
betur við að fara skarðið en Reindalsheið-
ina. Leiðin lá af Bröttubrekkubrún og með
Launánni sem kemur úr skarðinu. Síðan
var farið vestur úr skarðinu og þvert yfir
Gilsárdalinn og yfir Múlann og niður
Hvolpastíg að Þorvaldsstöðum.
Hvammsheiði
Leiðin er frá Vík og Hvammi í Fá-
skrúðsfirði til Kirkjubólsþorps í Stöðvar-
firði. Þegar farið var frá Vík var fyrst farið
eftir Víkurhjalla og í Leimdal og suður
hann með Leirufelli og Stóravatnið haft á
vinstri hönd þangað til komið er á Vega-
hrygg sem liggur beint upp á varpið, utan
40