Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Side 102

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Side 102
Múlaþing Einar Þórðarson og kona hans, Ingunn Loftsdóttir, áttu sex börn er þau fluttu að Bakka. Hjónin höfðu margt vinnufólk og gamalmenni að auki þeim áhangandi. Ein- ar var það heilsulítill að hann gat ekki gegnt prestverkum nema eitt ár í Borgarfirði, var með smitandi berkla í lungum og einangraði sig mikið frá fólki. Hann svaf einn í stofu á Bakka. Einar þurfti að fá presta til að þjóna fyrir sig í sókninni, séra Yigfús á Hjaltastað og séra Einar Jónsson á Kirkjubæ. Séra Einar var gáfaður og góður prestur, sat á þingi á tímabili. Steinn Armannsson var vinnumaður seinustu ár þeirra á Bakka. Hann sagði að Einar hefði haft mikinn áhuga á búskap og gott vit á sauðfé sem öðru viðkomandi sveitabúskap. Einar Þórðarson var hár og grannur, frekar ófríð- ur í andliti en bar mikla persónu. Hann dó úr tæringu á Bakka í ágúst 1909, og Loftur sonur hans dó úr sama sjúkdómi sama árið. Hann var elstur af bömunum og byrjaður í skóla á Akureyri er hann veiktist og dó eft- ir stutta legu. Feðgamir voru jarðsettir hlið við hlið í Desjarmýrarkirkjugarði. Arið 1910 seldi Ingunn allan bústofn sinn og fleira og flutti til Vopnafjarðar með börn sín öll og var búsett þar í mörg ár. Böm henn- ar voru Þóra, Lilja, Marta, Þórður, Þórdís, Ingibjörg. Ingunn Loftsdóttir var stórglæsi- leg kona. Sumarið 1903 var kalt og votviðrasamt, sífelld norðaustanátt og þokur dag eftir dag vikum saman, grasspretta með versta móti bæði á túnum og engjum. Þetta sumar var ekki fært frá ánum á Nesi. Jón bróðir stundaði sjóróðra frá Bakka- gerði þetta surnar og fleiri sumur á eftir. Hann var þrekmikill, duglegur og góður sjómaður. Um vorið réðst Bjami Jónsson frá Staf- felli vinnumaður til pabba eitt ár. Bjami var laus og slyppur, var með gráa hryssu sem hann nefndi Eldingu, mjög gott reiðhross. Engjar á Nesi þetta sumar voru það lélegar að ekki fengust nema 25 hestar af pabba parti. Hann fékk því engjar á Desjarmýri. Jörðin var í eyði þetta ár og grasnyt lánuð einum og öðrum. Pabbi fékk talsvert hey á Desjarmýri. Sumt af því flutti hann heim um sumarið á klökkum, fékk lánaða hesta í Geitavík. Það varð að binda smátt vegna Fjarðarárinnar sem er í þessari leið og nokkuð vatnsmikil. Það var farið með heylestina yfir ána á Hrafnatangavaði yfir í Jökulsámesið, upp utan við Jökulsárbæinn og þaðan á hestagötur út sveitina. Allar keldur voru óbrúaðar, lækir líka og hvergi vegspotti nema hestatroðningar og niður- hleypur í keldum. Þetta var krókótt og löng leið með heyband, innan af Mosdalsár- bökkum og út í Nes. Pabbi fór þrjár ferðir með 6 eða 7 hesta undir heybandi. Því sem eftir var, var ekið á sleðum eftir að Fjarðar- áin var komin á hald um veturinn. Eftir þetta slæma sumar kom góður vet- ur og gjafaléttur og hvergi heyskortur um vorið. Bjarni passaði féð um veturinn. Eg fór með honum á húsin á hverjum degi og hjálpaði honurn að reka á jörð og smala á kvöldin. Bjarni var góður fjármaður og notalegur við allar skepnur. Mér var vel við hann og lærði af honum mína fyrstu fjármennsku. Jón bróðir fór þennan vetur suður á land til sjóróðra, að Bárugerði á Suðurnesjum. Jón kom heim um vorið og lét vel af suðurförinni. Hann fékk 60 kr. í kaup yfir veturinn. Það var venjulegt kaup í þá daga. Nú réðst Jón formaður á bát, 19 ára að aldri hjá Agli Pétri Einarssyni er þá var í Jöfra. Egill var móðurbróðir Valgerðar konu minnar. Jörfi og Eyrarhúsið eru einu húsin frá þessum tíma sem enn standa á Bakkagerði, þegar þetta er ritað. 100
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.