Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Blaðsíða 102
Múlaþing
Einar Þórðarson og kona hans, Ingunn
Loftsdóttir, áttu sex börn er þau fluttu að
Bakka. Hjónin höfðu margt vinnufólk og
gamalmenni að auki þeim áhangandi. Ein-
ar var það heilsulítill að hann gat ekki gegnt
prestverkum nema eitt ár í Borgarfirði, var
með smitandi berkla í lungum og einangraði
sig mikið frá fólki. Hann svaf einn í stofu á
Bakka. Einar þurfti að fá presta til að þjóna
fyrir sig í sókninni, séra Yigfús á Hjaltastað
og séra Einar Jónsson á Kirkjubæ.
Séra Einar var gáfaður og góður prestur,
sat á þingi á tímabili. Steinn Armannsson
var vinnumaður seinustu ár þeirra á Bakka.
Hann sagði að Einar hefði haft mikinn
áhuga á búskap og gott vit á sauðfé sem
öðru viðkomandi sveitabúskap. Einar
Þórðarson var hár og grannur, frekar ófríð-
ur í andliti en bar mikla persónu. Hann dó
úr tæringu á Bakka í ágúst 1909, og Loftur
sonur hans dó úr sama sjúkdómi sama árið.
Hann var elstur af bömunum og byrjaður í
skóla á Akureyri er hann veiktist og dó eft-
ir stutta legu. Feðgamir voru jarðsettir hlið
við hlið í Desjarmýrarkirkjugarði. Arið
1910 seldi Ingunn allan bústofn sinn og
fleira og flutti til Vopnafjarðar með börn sín
öll og var búsett þar í mörg ár. Böm henn-
ar voru Þóra, Lilja, Marta, Þórður, Þórdís,
Ingibjörg. Ingunn Loftsdóttir var stórglæsi-
leg kona.
Sumarið 1903 var kalt og votviðrasamt,
sífelld norðaustanátt og þokur dag eftir dag
vikum saman, grasspretta með versta móti
bæði á túnum og engjum. Þetta sumar var
ekki fært frá ánum á Nesi.
Jón bróðir stundaði sjóróðra frá Bakka-
gerði þetta surnar og fleiri sumur á eftir.
Hann var þrekmikill, duglegur og góður
sjómaður.
Um vorið réðst Bjami Jónsson frá Staf-
felli vinnumaður til pabba eitt ár. Bjami var
laus og slyppur, var með gráa hryssu sem
hann nefndi Eldingu, mjög gott reiðhross.
Engjar á Nesi þetta sumar voru það lélegar
að ekki fengust nema 25 hestar af pabba
parti. Hann fékk því engjar á Desjarmýri.
Jörðin var í eyði þetta ár og grasnyt lánuð
einum og öðrum. Pabbi fékk talsvert hey á
Desjarmýri. Sumt af því flutti hann heim
um sumarið á klökkum, fékk lánaða hesta í
Geitavík. Það varð að binda smátt vegna
Fjarðarárinnar sem er í þessari leið og
nokkuð vatnsmikil. Það var farið með
heylestina yfir ána á Hrafnatangavaði yfir í
Jökulsámesið, upp utan við Jökulsárbæinn
og þaðan á hestagötur út sveitina. Allar
keldur voru óbrúaðar, lækir líka og hvergi
vegspotti nema hestatroðningar og niður-
hleypur í keldum. Þetta var krókótt og löng
leið með heyband, innan af Mosdalsár-
bökkum og út í Nes. Pabbi fór þrjár ferðir
með 6 eða 7 hesta undir heybandi. Því sem
eftir var, var ekið á sleðum eftir að Fjarðar-
áin var komin á hald um veturinn.
Eftir þetta slæma sumar kom góður vet-
ur og gjafaléttur og hvergi heyskortur um
vorið.
Bjarni passaði féð um veturinn. Eg fór
með honum á húsin á hverjum degi og
hjálpaði honurn að reka á jörð og smala á
kvöldin. Bjarni var góður fjármaður og
notalegur við allar skepnur. Mér var vel
við hann og lærði af honum mína fyrstu
fjármennsku. Jón bróðir fór þennan vetur
suður á land til sjóróðra, að Bárugerði á
Suðurnesjum.
Jón kom heim um vorið og lét vel af
suðurförinni. Hann fékk 60 kr. í kaup yfir
veturinn. Það var venjulegt kaup í þá daga.
Nú réðst Jón formaður á bát, 19 ára að
aldri hjá Agli Pétri Einarssyni er þá var í
Jöfra. Egill var móðurbróðir Valgerðar
konu minnar. Jörfi og Eyrarhúsið eru einu
húsin frá þessum tíma sem enn standa á
Bakkagerði, þegar þetta er ritað.
100