Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Síða 48

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Síða 48
Múlaþing landið og legið út á landgrunnsbrún. Þórdís Olafsdóttir (1975) lýsti sveiglaga garði á sjávarbotni tæpum 100 km utan við mynni Breiðafjarðar sem hún taldi vera jökulgarð frá síðasta jökulskeiði. Jón Reynir Sigur- vinsson (1983) taldi að jökull hefði sléttfyllt mynni Dýrafjarðar seint á síðasta jökul- skeiði. Hann taldi að jökullinn hafi verið þar að lágmarki 750 m þykkur og í mynni Önundarfjarðar a.m.k. 600 m þykkur og gengið eftir því langt út á landgrunnið. Gunnar Hoppe (1982) hefur lýst ísrákum og ummerkjum jökla á útkjálkum Islands. Hann telur að ísskjöldurinn hefði umlukið strendur og útkjálka landsins og gengið víða út á landgrunnsbrún. Hoppe lýsir jök- ulrákum á vesturströnd Grímseyjar sem sýna merki um jökulskrið til norðurs. Aftur á móti eru vatnsfarvegir ofar á eynni sem sýna merki um rennsli til suðurs og suðvest- urs. Þá fjallar Hoppe um vestasta hluta Vestfjarða (við Látrabjarg) og telur að jök- ull hafi gengið þar yfir seint á síðasta jökul- skeiði. Að vísu finni hann á þeim slóðum aðeins rispaðar klappir neðan 200 m y.s. og þá eingöngu (varðveittar) undir jökulruðn- ingi. Þessar klappir sýna skriðstefnu undan landslagshallanum á hverjum stað, t.d. þvert út á Breiðafjörð. (Jökulruðningur með jökulkembum (langásum á yfirborði) sem hann sýnir á ljósmynd frá Keflavík utan Rauðasands líkist yfirborði á óvirkum urðarjökli er myndast utan jökulskjaldar). Hoppe tengir jökuljaðar meginjökuls er lá yfir Islandi á síðasta jökulskeiði við jökul- garð á hafsbotni um 100 km utan við mynni Breiðafjarðar er áður var nefndur og telur að jökuljaðarinn hafi legið úti á landgrunns- brún lengst af á síðasta jökulskeiði. Hann taldi þó möguleika á að hæstu fjöll út við ystu strendur og nærri landgrunnsbrún hefðu getað skotið kollinum upp úr ísnum, þótt engin ummerki „sönnuðu“ það. Árið 1982 birti Guttormur Sigbjamar- son grein er hann nefndi „Alpajökla og öldubrjóta“. Greinin er í svipuðum anda og grein Sigurðar Þórarinssonar sem birtist lið- lega hálfri öld fyrr urn hliðstætt efni. Gutt- ormur beinir auk þess sjónum sínum að öðr- um atriðum svo sem strandmyndunum og landmótun á útskögum. Hann telur að allt að þriðjungur landsins (aðallega fjalllendi á útkjálkum) hljóti ávallt að hafa staðið utan meginjökulskjaldarins. Guttormur eykur þama miklu við það sem Sigurður hafði rit- að og við hliðstætt efni sem Trausti Einars- son og Þorleifur Einarsson höfðu reifað á prenti tveimur áratugum fyrr. Á þeim tíma taldi Hreggviður Norðdahl (1982) að fyrir tæplega 20.000 árum, hefðu jöklar einungis legið í dölum skagans við austanverðan Eyjafjörð og stór jökullón legið í Fnjóska- dal. Hjort o.fl. lýstu jökuleinkennum á Hom- ströndum norðan Djúps 1985, og ályktuðu að aðeins efstu rindar þar hefðu gægst upp úr ísbreiðunni á síðasta jökulskeiði. Breski landfræðingurinn Ian Ashwell (1975) áleit að jöklar hefðu kaffært flest fjöll á Suðvest- urlandi og aðeins efstu rindar Skarðsheiðar hefðu marað upp úr ísnum fyrir 13.000 ár- um. Hreggviður Norðdahl (1992) getur þess að á síðasta jökulskeiði hafi jökulkúfurinn gengið norður yfir Grímsey og einnig ýtt upp jökulgarði á 250 m sjávardýpi um 100 km út af Breiðafirði. Ólafur Ingólfsson og Hreggviður Norðdahl (1994) telja að jöklar hafi verið mjög umfangsmiklir á íslandi á síðasta jökulskeiði og jafnvel stærri en þeir höfðu áður álitið. Isþykktin yfir landinu hafi verið langt yfir 1000 m og ísjaðarinn legið langt utan við ströndina og á land- grunnsbrúninni umhverfis landið. Svona hefur jökulskjöldurinn á síðasta jökulskeiði risið og hnigið í hugum jarðfræðinga og mun vafalítið stíga ölduna enn um sinn. 46
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.