Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Page 132
Múlaþing
Seyðisfjörð, en ólögleg þó og lagðist niður
eftir fá ár, og 1851 setti Örum og Wulfs-
keðjan verslun á Fjarðaröldu með útibúi á
Vestdalseyri og munu nrenn upp úr því hafa
sótt verslun til Seyðisfjarðar er verslun varð
vaxandi þar. Víðast úr Eiðaþinghá var far-
inn Gilsárdalur og Vestdalsheiði, sem sagt
var að væri sex stunda lestagangur, þegar
veður og færð hamlaði ekki för.
Um 1863 komu amerískir hvalveiði-
menn til Austfjarða og fengu aðstöðu á
Vestdalseyri, og nokkru seinna keyptu þeir
þ.e. félag þeirra, verslunarhús Örums og
Wulf þar. Veru Ameríkumanna lauk
skömmu eftir að félagið hafði orðið fyrir
skipatjóni haustið 1865 er upp slitnuðu í
ofsaveðri gufuskip þeirra og tvö kolaskip. I
kjölfar þeirra komu svo Danir 1868 sem
keyptu eða leigðu aðstöðu á Vestdalseyri,
og um svipað leyti eða litlu fyrr hófst útgerð
Norðmanna frá Búðareyri, er Mandals
fiskeriselskab setti þar niður aðstöðu og fór
að veiða síld. Þessi umbrot í atvinnulífinu
þar í neðra skapaði ný tækifæri og fólk úr
sveitunum streymdi í vinnu við sjávarsíð-
una. Spruttu þá upp á Fjarðaröldu þurra-
búðir og húsmannsbýli. Telja verður að
með komu hvalveiðimanna og síðan Norð-
manna 1867 eins og fyrr er sagt, hefjist
verulegur uppgangur á svæðinu er atvinna
við útgerð og verslun seiddi til sín fólk úr
sveitunum. Hefur það vissulega bætt úr
brýnni þörf hjá mörgum sem ekki höfðu
fram til þessa haft önnur úrræði sér til lífs-
framfæris en vinnufólksstarf í sveitum en
geta má þess þó að fólk hlaut, a.m.k. stund-
um að fara í blóra við yfirvöld, þar sem vist-
arbandið í sveitunum hafði enn ekki verið
rofið þó um þessar mundir væri ef til vill
nokkuð byrjað að togna á því með tilkomu
lausamennskubréfanna. Þó ekki væri á vís-
an að róa og dvöl í þurrabúð gæti stundum
reynst lítt fýsileg, hafa þessi umsvif á Seyð-
isfirði vafalaust leitt til þess að þeir sem ef
til vill ekki höfðu nógu bjarglega afkomu
við búskap, héldu til sjávarsíðunnar í von
um betri afkomu af sjónum.
Úr sagnaþáttum Sigmundar M. Longs.
- Að vestan
Sigmundur M. Long segir nokkuð frá
þeim Asgeirsstaðafeðgum Bjarna Einars-
syni og Bimi syni hans í ritsafninu Að vest-
an II. bindi, og mætti hann gerst þekkja til,
þar sem hann ólst upp, að kalla, á næsta bæ
við Ásgeirsstaði. Nokkurrar ónákvæmni
gætir þó hvernig sem á því stendur. Til
dæmis er sagt að Bjöm hafi alist upp í
Merki hjá móður sinni og stjúpföður, Óla
Eiríkssyni, sem talin voru sæmdarhjón og
vel efnuð, eins og Jökuldælir flestir á þeirri
tíð. Sagt er að Bjöm hefði góð kjör hjá
stjúpa sínum, átt margt fé og safnað pening-
um! „Já maður, já“ eins og faðir hans kvað
hafa haft að orðtaki, - margur heldur auð í
annars garði! Hins vegar sýnist sem Bjöm
hafi að mestu alist upp fram til tvítugsaldurs
hjá föður sínum og móðursystur; sýnist vera
á Ásgeirsstöðum á öllum manntölum fram
yfir 1845. Vorið 1846 hleypti hann hinsveg-
ar heimdraganum og fór að Merki og sýnist
vera þar þrjú næstu ár, en eftir það lá leiðin
út í Hlíð og Tungu, svo hann hefur verið á
faralds fæti eins og ungra manna var siður.
Aftur kom hann svo að Merki frá Ásgeirs-
stöðum 1852 eins og fyrr hefur fram komið.
Af þessu má sjá að ef hann hefur átt þá þeg-
ar margt fé, hefur það líkast til að mestu
verið á Ásgeirsstöðum hjá föður hans.
Vafalaust hefur hann þó átt einhverjar kind-
ur í Merki þann tíma sem hann var þar.
Sagt er í téðum sagnaþáttum að Bjöm
væri „meðalmaður á hæð og svaraði sér vel,
fjörmaður og léttur í spori, montinn og
skrafhreifinn! Var heimskari en faðir hans,