Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Blaðsíða 148

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Blaðsíða 148
Múlaþing hópinn. Við vissum nokkur deili á báðum þessum mönnum. Illugi hafði keppt á frjálsíþróttamótum í Egilsstaðaskógi nokkr- um árum áður. Sigurður á Fosshóli var hins vegar orðinn þjóðsagnapersóna um allt Norðurland fyrir ævintýralegar ökuferðir. Hann hafði t.d. ekið niður Vaðlaheiði í fljúgandi hálku bremsulaus og rekið jám- karl niður um gólfið á stýrishúsinu og notað hann fyrir bremsu. Var nú ekið sem leið liggur að Fosshóli, þar sem okkur var boðið inn upp á góðgerð- ir, en að því búnu haldið áfram yfir Fljóts- heiði og að Reykjahlíð, en þar var gist um nóttina. Aður en gengið var til kvöldverð- ar, höfðum við tíma til að svipast um á staðnum, en veður var gott og umhverfið nýstárlegt fyrir menn, sem aldrei höfðu séð hraun. Við skoðuðum Stórugjá, og var þar farið í bað. Þeir, sem syntir voru, fengu sér sundsprett. Eftir kvöldverð var svo gengið til náða. Snemma næsta morgun var risið úr rekkju og búist til ferðar. Við höfðum haft símasamband við Grímsstaði og óskað eftir að vera ferjaðir yfir Jökulsá á tilsettum tíma daginn eftir. Illugi ók okkur upp í Náma- skarð, en lengra varð ekki komist vegna snjóskafla. Við gengum svo yfir Mývatns- öræfi og að Jökulsá, en þangað komum við fyrr en áætlað var, sennilega nær nóni. Á leiðinni höfðum við þó tíma til að skoða leirhverina í Námaskarði og auk þess að skoða leitarmannakofa, sem er miðja vegu milli Námaskarðs og Jökulsár. Hafði þar verið byggt yfir hraunsprungu og útbúin hin besta vistarvera. Þurfti að klifra niður í hana nokkur þrep. Einhver í hópnum taldi sig hafa heimildir fyrir því, að Fjalla-Bensi hefði haft þama aðsetur í sínum sögufrægu eftirleitum. Þegar kom að Jökulsá var ferj- an ekki komin og við notuðum tímann til að skoða sæluhús sem stóð skammt frá ánni. Þetta var allstórt hús, byggt úr torfi og grjóti, en að nokkru úr timbri. I syðri endanum var vistarvera fyrir menn, en gripahús í norður- endanum. Þama var talið reimt. Enginn varð þó var við neitt, nema Einar Bragi taldi sig hafa fundið fyrir ónotum þar inni og orðið að fara út undir bert loft þess vegna. Á tilsettum tíma komu svo ferjumenn frá Grímsstöðum og ferjuðu okkur yfir ána í lítilli ferju. Mig minnir, að þeir hafi þurft að fara tvær ferðir, ekki hafi verið pláss fyr- ir allan hópinn í ferjunni. Okkur var svo ek- ið á bíl heim að Grímsstöðum, þar sem við gistum um nóttina. Á þeim tíma var gisti- hús á Grímsstöðum. Áætlunarbíllinn milli Akureyrar og Egilsstaða hafði þar viðkomu. Næsta dag gengum við í Möðrudal. Bóndinn á Grímsstöðum ók okkur stuttan spöl áleiðis, en síðan vom fætumir látnir duga, enda reyndist sú dagleið auðveld. Leiðin lá gegnum Vegaskarð. Sagnir voru um, að kona hefði orðið úti í hellisskúta norðan við veginn austan til í skarðinu. Við gáfum okkur að sjálfsögðu tíma til að kanna þann stað. Þessi skúti var ekki þesslegur að hafa veitt mikið skjól. Það fylgdi sögunni, að bóndinn í Víðidal hafði úthýst þessari konu, hvað sem hæft er í því. Austan Vegaskarðs rennur Skarðsá til suðurs eða inn til landsins. Var það talin eina áin á Islandi, sem rynni inn til landsins að sögn fróðra manna í hópnum. Við fórum úr skóm og sokkum og óðum yfir ána, sem var í mjóalegg. Þama voru sveitamenn á ferð og fannst þetta því ekkert mál. Þegar við nálguðumst Möðrudal, sáum við til ferða tveggja manna með hest og kerru. Reyndist það vera Jón bóndi Stef- ánsson í Möðrudal og sonur hans. Höfðu þeir verið að stinga út úr beitarhúsum, en séð til mannaferða og gert hlé á starfi sínu til að huga að gestum, enda orðið áliðið dags. Urðu þeir okkur samferða heim. 146
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.