Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Blaðsíða 87

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Blaðsíða 87
Eftirhreytur um Freyfaxahamar Lýsingar á landslagi eru miklum mun ít- arlegri í handritinu frá Grafarkoti en í hinum. Nú er það eftirtektarvert, að í þessu handriti eins og hinum kemurfyr- ir auðsœileg staðfræðivilla, þar sem heitið Fljótsdalshérað er á nokkrum stöðum notað í staðinn fyrir Fljótsdals- heiði, sem hlýtur að hafa verið ífrumriti Brands. Þessi sameiginlega staðfrœði- villa gerir það næsta ósennilegt, sem haldið hefur verið fram, að hinar ítar- legu staðfræðilýsingar í Grafarkotsbók séu leiðréttingar síðari ritara. Það væri nœsta undarlegt, ef einhver ritari, sem þekkti vel til staðhátta á Fljótsdalshér- aði, hefði aukið við lýsingar á einstökum stöðum en ekki hirt um að leiðfœra jafn- berlega villu og þá, er héraðið er nefnt í stað heiðarinnar. Villa þessi hefur ef til vill komið inn í norðlenzkt handrit, áður en sú gerð var samin, sem flest handritin virðast vera runninfrá (HP 1962, 63). Staðfræðivillan sem HP víkur að átti í upphafi rætur að rekja til þeirrar ályktunar Sigurðar Gunnarssonar, að engin fjöll væru í Fljótsdalshéraði, en aðeins á Fljótsdals- heiði. Með hliðsjón af því breyttu útgefend- ur, m.a. Jón Jóhannesson og Jón Helgason, texta sögunnar á nokkrum stöðum og settu heiði í stað héraðs. Meint staðfræðivilla í handritum Hrafnkels sögu var hins vegar að því er best verður séð aldrei fyrir hendi, þar stóð frá upphafi og átti að standa Fljótsdals- hérað. Hrafnkell reið upp eftir Fljótsdals- héraði, segir réttilega í handritum sögunnar, það er líka Fljótsdalshérað sem var yfirferð- arillt, grýtt mjög og blautt á þessum öldum og Hallfreður leitaði sér leiðar fyrir ofan fell þau er standa í Fljótsdalshéraði. Og Fellin eru enn á sínum stað eins og hver ntaður veit. Eg hef áður gert grein fyrir um- ræddum misskilningi og vísa til þess (JHA 1991, 18-26). Ég vil þó taka fram hér það sem mér var ekki ljóst er ég reit áðumefnda grein, að Kristian Kálund hafði á sínum tíma skýrt legu Hallfreðargötu á sama hátt og ég gerði, með hliðsjón af Fellum á Hér- aði (KK II 1982, 223), en aðrir fræðimenn höfðu ekki nefnt þá skýringu. Eyvindardalur HP vitnar í sama riti til formála Jóns Helgasonar um frekari rök fyrir því að D sé með upprunalegri texta en önnur þekkt handrit Hrafnkels sögu. I formálanum ræð- ir Jón Helgason hvort fremur séu líkindi á því að skinnbókarhandrit Hrafnkels sögu, M, hafi varðveitt styttan texta eða hvort lík- indi séu á að D hafi aukið við textann. Hann segir algengara að afritarar stytti texta handrita en bæti við hann og heldur áfram: Hertil kommer, at i et enkelt tilfælde syn- es det sikkert, at M har forkortet tekst. S. 36 nœvnes i alle handskrifter en „torfa“, nogle fjelde og en dal, somfár navn efter denfaldne Eyvind. Dette sted forberedes s. 34, I. 9-10, men her næv- nes i ABC (=M) kun torfaen ogfjeldene, medens D ogsa omtaler dalen. Det sid- ste má være det oprindelige (Hrafnkels saga 1959, VI). Þau rök sem Jón Helgason setur fram hér eru trúleg, en þó er rétt að hyggja nánar að. í ABC er umræddur texti þannig: Þeir ríða þá upp á hálsinn. Þar standa fjöll lítil á hálsinum; útan ífjallinu er meltorfa ein blásin mjök; (Hrafnkels saga Freysgoða 1959, 34). í D er hliðstæður texti á þessa leið: 85
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.