Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Side 145
Óli Metúsalem Jónsson
heimsstyrjöldinni fyrri. Eftir skamma dvöl í
Englandi hélt hann yfir til Frakklands með
herdeild sinni og tók þátt í orrustum þar
fram til þess er hann féll, 12. dag ágústmán-
aðar árið 1916.
Heimsstyrjöldin fyrri braust út í Evrópu
árið 1914 og lauk ekki fyrr en rúmuin fjór-
um árum síðar. Þar sem Kanada var hluti af
breska ríkinu voru hermenn einnig þaðan
kvaddir í stríðið. I Kanadaherinn innrituð-
ust samtals 595.440 hermenn og af þeim
fóru 440.000 til Evrópu. Islenskir vesturfar-
ar voru að sjálfsögðu ekki undanþegnir her-
skyldu í Kanada.
Það voru 989 Islendingar innritaðir í
kanadíska herinn á stríðsárunum, margir
þeirra voru fæddir á Islandi. Um afdrif
flestra þeirra er vitað. Margir féllu í orrust-
um, létust af sárum sínum eða af völdum
sjúkdóma en samtals áttu 127 íslenskra her-
manna í Kanadahemum ekki afturkvæmt af
vígvöllunum í Evrópu.
Yfirvöld í Kanada sýndu aðstandendum
hermanna, sem féllu í heimsstyrjöldinni
fyrri, mikla samúð og hinum látnu virðingu.
Móðir Ola fékk sent dánarvottorð sonar
síns, skrautritað bæði á ensku og íslensku,
heiðursskjal og bronsplötu með áletruninni:
„He died for freedom and honour." ( Hann
dó fyrir frelsi og heiður).
A heiðursskjalinu stendur skrifað:
„Þetta skjal heiðrar minningu hans, sem
samkvæmt skipun Konungs og þjóðar, yfir-
gaf allt senr stóð honum nærri, mátti þola
hörku, stóð augliti til auglitis við háska og
að lokum yfirgaf jarðvist manna á slóð
Heimild:
Óli Metúsalem Jónsson fótgönguliði.
hlýðni og skyldurækni. Hann lagði þannig
sitt eigið líf í sölurnar fyrir frið handa þeim
er eftir lifa. Látum þá sjá til þess að nafn
hans falli aldrei í gleymsku“*.
Auk þessa fékk móðir Ola hermanna-
merki hans, númer 441384, að gjöf til
minningar um hinn fallna hermann sem
barðist og lét lífið fyrir land og þjóð nýrra
heimkynna.
Kristján Smith, ættingi Ola, gaf safninu
munina en þeir eru til sýnis þar.
Minningarrit íslenzkra hermanna 1914-1918.
Útgefendur: Félagið JÓN SIGURÐSSON, Winnipeg, Manitoba. 1923.
*íslensk þýðing eftir greinarhöfund.
143