Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Page 123
Slysfarir í Kirkjubæjarsókn 1574-1903
1832
30. Jón Sveinsson 3 ára, Tjarnarlandi
drukknaði í Butralda 24. maí. Lík hans rak upp
úr Lagarfljóti skömmu síðar.
1834
31. Jón Tómasson yngri frá Hrærekslæk
drukknaði í Hallfreðarstaðalæk 21. mars, 57 ára.
1835
32. Jón Amason Torfastaðaseli drukknaði í
Jökulsá á Dal 19. maí, 33 ára.
1839
33. Pétur Erlendsson vinnumaður Kirkjubæ
drukknaði í Lagarfljóti 31. október, 23 ára.
1842
34. Jón Sigurðsson 6 ára, Heykollsstöðum
brann til bana í eldsvoða.
1846
35. Halldór Sigfússon stúdent Hallfreðar-
stöðum, fæddur 1815, drukknaði í Lagarfljóti
21. september.
36. Jóhannes Bjarnason félaus vinnumaður á
Hrærekslæk, varð úti 5. október.
1851
37. Einar Vilhjálmsson bóndi á Rangá
drukknaði í Lagarfljóti 25. júlí, 28 ára.
1852
38. Jón Jónsson 22 ára vinnumaður Ketils-
stöðum, drukknaði 2. júní við selveiðar sbr.
sendibréf frá séra Siggeiri Pálssyni sem þá bjó á
Surtsstöðum.
1853
39. Sigurður Jónsson bóndi Torfastöðum
drukknaði í Jökulsá á Dal 15. des., 36 ára.
Hvar drukknuðu menn?
Lagarfljót 15
Jökulsá á Dal 8
Jökulsárós 3
Otilgreint 4
Hallfreðarstaðalækur í Tungu 2
Brunnur 1
Gljúfurá í Vopnafirði 1
Kaldá í Hlíð 1
Laxá í Hlíð 1
Rangá í Tungu 1
Blanda í Tungu 1
Lambadalsá á Vestdalsheiði 1
Butraldi í Hjaltastaðaþinghá 1
Bæjarlækur v/St.-Steinsvað 1
Samtals 41
1856
40. Sigurður Hallsson bóndi Sleðbrjót
drukknaði í Lagarfljóti. Fæddur um 1816.
41. Guðmundur Þórarinsson vinnumaður
Hallfreðarstöðum drukknaði 4. júlí, ótilgreint
hvar, ekki skráður aldur.
1857
42. Jón Sigurðsson vinnumaður Fossvöllum
varð úti 22. janúar. Aldur ekki greindur.
43. Sigurður Björnsson bóndi Bakkagerði,
fæddur um 1797, féll af hesti þann 30. júlí.
1858
44. Sigfús Einarsson bóndi Stóra-Bakka
drukknaði í Jökulsá á Dal 24. desember. Fædd-
ur um 1801.
1859
45. Þorsteinn Guðmundsson bóndi Nef-
bjarnarstöðum drukknaði í læk 17. ágúst, 40 ára.
121