Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Side 36
Múlaþing
„Veðrið var svo stillt og bjart að útsýnið var
stórkostlegt þaðan sem við stóðum á hvítum
jöklinum og horfðum norður yfir landið, marautt.
Herðubreið og fleiri fjöll, sem við höfðum séð
áðurfrá allt öðru sjónarhorni, blöstu nú við
okkur í annarri mynd. “
Ljósm. Skarphéðinn G. Þórisson.
landið, marautt. Herðubreið og fleiri fjöll,
sem við höfðum séð áður frá allt öðru sjón-
arhorni, blöstu nú við okkur í annarri mynd.
Þessi mynd hefur ætíð verið mér ógleyman-
leg og kannski hefur þessi för okkar félaga
orðið þess valdandi hve mjög ég hef sóst
eftir því að ferðast um óbyggðir.
Afram héldum við, nú í norður þar til
við vorum komnir fyrir fjallsendann. Þá
fannst okkur ekki nóg að gert, svo við lögð-
um í það að fara vestur á Kverkfjallaranann,
en þangað var versta færð. Eftir að hafa
svipast þarna um snerum við til gististaðar
okkar, en þá var farið að bregða birtu.
Þama höfðum við lokið því verkefni
sem okkur hafði verið falið, en eftir að hafa
matast sáum við að lítið vit var í að ætla sér
yfir Brúarjökul í myrkrinu. Ákveðið var
því að halda til í tjaldinu þar til færi að birta.
Ekki hafði verið gert ráð fyrir nema tveggja
daga útivist svo nestið var orðið fátæklegt,
enda leitarmenn verið lystugir eftir miklar
göngur. Fyrr í ferðinni hafði hent okkur það
óhapp að missa bensín úr lekum brúsa ofan
í kassa með kjötbirgðum okkar, og rýrnaði
nestið þá verulega. Með samningum tókst
þó að skilja eftir svolítinn skammt til morg-
unverðar. Tjaldið gátum við hitað dálítið
með prímus áður en við lögðumst í pokana.
Minna var sofið en fyrr, hvílustaðurinn
harður, en kuldinn frá jöklinum þó ennþá
verri.
Á miðvikudagsmorguninn vorum við
flugsnemma á fótum, borðuðum morgun-
verð og var þá ekkert óétið nema ein sard-
ínudós. Þá var að safna saman dóti okkar og
taka niður tjaldið. Var nokkuð farið að birta
þegar við lögðum af stað austur á jökulbrún-
ina. Sama góða veðrið hélst ennþá. Okkur
sóttist ferðin vel og þegar við töldum okkur
vera u.þ.b. hálfnaða tókum við upp sardínu-
dósina og skiptum innihaldinu á milli okkar.
Eftir þá máltíð voru allir mun hressari. Ekki
man ég hversu lengi við vorum austur að
jeppanum, en við töldum að vegalengdin
væri milli 30 og 40 km. Tjaldið var mjög
þungt að bera, auk annars búnaðar sem var á
okkar herðum.
I jeppanum áttum við eina mjólkur-
flösku, sem við ætluðum að gæða okkur á í
bakaleiðinni. Mjólkin reyndist gaddfrosin,
svo við urðum að þýða hana innan klæða
okkar,og náðum þannig einum og einum
sopa eftir því sem þiðnaði í flöskunni.
Þegar mönnum og öllu dótinu hafði ver-
ið troðið í jeppann var haldið heimleiðis.
Ekið var sem leið liggur út Fagradalsfjall, og
34