Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Síða 36

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Síða 36
Múlaþing „Veðrið var svo stillt og bjart að útsýnið var stórkostlegt þaðan sem við stóðum á hvítum jöklinum og horfðum norður yfir landið, marautt. Herðubreið og fleiri fjöll, sem við höfðum séð áðurfrá allt öðru sjónarhorni, blöstu nú við okkur í annarri mynd. “ Ljósm. Skarphéðinn G. Þórisson. landið, marautt. Herðubreið og fleiri fjöll, sem við höfðum séð áður frá allt öðru sjón- arhorni, blöstu nú við okkur í annarri mynd. Þessi mynd hefur ætíð verið mér ógleyman- leg og kannski hefur þessi för okkar félaga orðið þess valdandi hve mjög ég hef sóst eftir því að ferðast um óbyggðir. Afram héldum við, nú í norður þar til við vorum komnir fyrir fjallsendann. Þá fannst okkur ekki nóg að gert, svo við lögð- um í það að fara vestur á Kverkfjallaranann, en þangað var versta færð. Eftir að hafa svipast þarna um snerum við til gististaðar okkar, en þá var farið að bregða birtu. Þama höfðum við lokið því verkefni sem okkur hafði verið falið, en eftir að hafa matast sáum við að lítið vit var í að ætla sér yfir Brúarjökul í myrkrinu. Ákveðið var því að halda til í tjaldinu þar til færi að birta. Ekki hafði verið gert ráð fyrir nema tveggja daga útivist svo nestið var orðið fátæklegt, enda leitarmenn verið lystugir eftir miklar göngur. Fyrr í ferðinni hafði hent okkur það óhapp að missa bensín úr lekum brúsa ofan í kassa með kjötbirgðum okkar, og rýrnaði nestið þá verulega. Með samningum tókst þó að skilja eftir svolítinn skammt til morg- unverðar. Tjaldið gátum við hitað dálítið með prímus áður en við lögðumst í pokana. Minna var sofið en fyrr, hvílustaðurinn harður, en kuldinn frá jöklinum þó ennþá verri. Á miðvikudagsmorguninn vorum við flugsnemma á fótum, borðuðum morgun- verð og var þá ekkert óétið nema ein sard- ínudós. Þá var að safna saman dóti okkar og taka niður tjaldið. Var nokkuð farið að birta þegar við lögðum af stað austur á jökulbrún- ina. Sama góða veðrið hélst ennþá. Okkur sóttist ferðin vel og þegar við töldum okkur vera u.þ.b. hálfnaða tókum við upp sardínu- dósina og skiptum innihaldinu á milli okkar. Eftir þá máltíð voru allir mun hressari. Ekki man ég hversu lengi við vorum austur að jeppanum, en við töldum að vegalengdin væri milli 30 og 40 km. Tjaldið var mjög þungt að bera, auk annars búnaðar sem var á okkar herðum. I jeppanum áttum við eina mjólkur- flösku, sem við ætluðum að gæða okkur á í bakaleiðinni. Mjólkin reyndist gaddfrosin, svo við urðum að þýða hana innan klæða okkar,og náðum þannig einum og einum sopa eftir því sem þiðnaði í flöskunni. Þegar mönnum og öllu dótinu hafði ver- ið troðið í jeppann var haldið heimleiðis. Ekið var sem leið liggur út Fagradalsfjall, og 34
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.