Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Blaðsíða 132

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Blaðsíða 132
Múlaþing Seyðisfjörð, en ólögleg þó og lagðist niður eftir fá ár, og 1851 setti Örum og Wulfs- keðjan verslun á Fjarðaröldu með útibúi á Vestdalseyri og munu nrenn upp úr því hafa sótt verslun til Seyðisfjarðar er verslun varð vaxandi þar. Víðast úr Eiðaþinghá var far- inn Gilsárdalur og Vestdalsheiði, sem sagt var að væri sex stunda lestagangur, þegar veður og færð hamlaði ekki för. Um 1863 komu amerískir hvalveiði- menn til Austfjarða og fengu aðstöðu á Vestdalseyri, og nokkru seinna keyptu þeir þ.e. félag þeirra, verslunarhús Örums og Wulf þar. Veru Ameríkumanna lauk skömmu eftir að félagið hafði orðið fyrir skipatjóni haustið 1865 er upp slitnuðu í ofsaveðri gufuskip þeirra og tvö kolaskip. I kjölfar þeirra komu svo Danir 1868 sem keyptu eða leigðu aðstöðu á Vestdalseyri, og um svipað leyti eða litlu fyrr hófst útgerð Norðmanna frá Búðareyri, er Mandals fiskeriselskab setti þar niður aðstöðu og fór að veiða síld. Þessi umbrot í atvinnulífinu þar í neðra skapaði ný tækifæri og fólk úr sveitunum streymdi í vinnu við sjávarsíð- una. Spruttu þá upp á Fjarðaröldu þurra- búðir og húsmannsbýli. Telja verður að með komu hvalveiðimanna og síðan Norð- manna 1867 eins og fyrr er sagt, hefjist verulegur uppgangur á svæðinu er atvinna við útgerð og verslun seiddi til sín fólk úr sveitunum. Hefur það vissulega bætt úr brýnni þörf hjá mörgum sem ekki höfðu fram til þessa haft önnur úrræði sér til lífs- framfæris en vinnufólksstarf í sveitum en geta má þess þó að fólk hlaut, a.m.k. stund- um að fara í blóra við yfirvöld, þar sem vist- arbandið í sveitunum hafði enn ekki verið rofið þó um þessar mundir væri ef til vill nokkuð byrjað að togna á því með tilkomu lausamennskubréfanna. Þó ekki væri á vís- an að róa og dvöl í þurrabúð gæti stundum reynst lítt fýsileg, hafa þessi umsvif á Seyð- isfirði vafalaust leitt til þess að þeir sem ef til vill ekki höfðu nógu bjarglega afkomu við búskap, héldu til sjávarsíðunnar í von um betri afkomu af sjónum. Úr sagnaþáttum Sigmundar M. Longs. - Að vestan Sigmundur M. Long segir nokkuð frá þeim Asgeirsstaðafeðgum Bjarna Einars- syni og Bimi syni hans í ritsafninu Að vest- an II. bindi, og mætti hann gerst þekkja til, þar sem hann ólst upp, að kalla, á næsta bæ við Ásgeirsstaði. Nokkurrar ónákvæmni gætir þó hvernig sem á því stendur. Til dæmis er sagt að Bjöm hafi alist upp í Merki hjá móður sinni og stjúpföður, Óla Eiríkssyni, sem talin voru sæmdarhjón og vel efnuð, eins og Jökuldælir flestir á þeirri tíð. Sagt er að Bjöm hefði góð kjör hjá stjúpa sínum, átt margt fé og safnað pening- um! „Já maður, já“ eins og faðir hans kvað hafa haft að orðtaki, - margur heldur auð í annars garði! Hins vegar sýnist sem Bjöm hafi að mestu alist upp fram til tvítugsaldurs hjá föður sínum og móðursystur; sýnist vera á Ásgeirsstöðum á öllum manntölum fram yfir 1845. Vorið 1846 hleypti hann hinsveg- ar heimdraganum og fór að Merki og sýnist vera þar þrjú næstu ár, en eftir það lá leiðin út í Hlíð og Tungu, svo hann hefur verið á faralds fæti eins og ungra manna var siður. Aftur kom hann svo að Merki frá Ásgeirs- stöðum 1852 eins og fyrr hefur fram komið. Af þessu má sjá að ef hann hefur átt þá þeg- ar margt fé, hefur það líkast til að mestu verið á Ásgeirsstöðum hjá föður hans. Vafalaust hefur hann þó átt einhverjar kind- ur í Merki þann tíma sem hann var þar. Sagt er í téðum sagnaþáttum að Bjöm væri „meðalmaður á hæð og svaraði sér vel, fjörmaður og léttur í spori, montinn og skrafhreifinn! Var heimskari en faðir hans,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.